fös. 12.1.2007
Að sofa yfir sig...
...er nú ekki skemmtilegt. Síðustu tvo dagana hefur mér tekist að sofa yfir mig og missa af því að fara í æfingarherbergið mitt. Í gærmorgun þá ætlaði ég aðeins að "snúsa" en ýtti á vitlausan takka og slökkti á vekjaraklukkunni(símanum) og svo í gærkvöldi þá stillti ég klukkuna á 7:30 en fattaði, þegar ég var búin að stilla hana, að ég hafði stillt símann á árið 2006 í staðinn fyrir 2007 þegar ég setti þýska símkortið mitt í svo ég breytti ártalinu í 2007. En ég gleymdi að breyta vekjaraklukkunni svo hún var stillt á að hringja kl 7:30 12. jan 2006 og hringdi þar af leiðandi ekkert í morgun. En þetta hefur svo sem ekkert aftrað mér í að æfa mig, nema að ég hef notað æfingadempara að hluta til því ég þori eiginlega ekki að æfa mig í meira en 3 tíma á fullu blasti heima hjá mér.
Annars fannst mér þetta(sjá link) soldið skondin frétt. Ég hugsaði einmitt þegar ég las um þessi verðlaun að mér þætti skrýtið að SUS væri að verðlauna Andra Snæ, þar sem stefna sjálfstæðisflokksins og skoðanir Andra Snæs í virkjunarmálum hafa nú ekki farið saman og það var nú eitt aðalmálið á síðasta ári
Telja handhafa frelsisverðlauna SUS ekki verðugan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leiðinlegt að heyra með svefnvandræðin... en passaðu nú upp á bakið á þér, og mundu lykilatriðið: ekki yfirspenna hnén og passaðu að mjaðmirnar séu í mið-stöðu! (ein að koma úr yfirhalningu hjá nöfnu sinni...)
Mundu líka að hægt er að æfa sig fullt án nótna, t.d. fyrir minnið, að spila heilu konsertana án fiðlunnar getur hjálpað við að útrýma minnisleysi...
Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 00:04
Smá fljótfærni, meinti auðvitað að hægt er að æfa sig án FIÐLUNNAR...
Gunnhildur Daðadóttir, 15.1.2007 kl. 00:04
já ég er einmitt búin að vera að æfa mig svolítið án fiðlunnar líka:)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 15.1.2007 kl. 09:25
Ég aefi mig alltaf án fidlu.. (haha)... nei, en var einmitt ad koma úr tíma thar sem mér var sagt ad aefa mig án sellós, í straetó og öllum daudum stundum. Thad er jú víst svo gott fyrir minnid og ekki veitir mér allavega af ad baeta thad. :O)
Ernir (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 11:14
ú ég var að koma úr balkan
eygló dóra (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:54
oooo ég er búin aðvera að leita að balkanhóp hér en það er einn í Oldenburg (6 tímar með lest) og einn í München, sem er líka of langt í burtu. ég hef ekki fundið fleiri en ég held bara áfram að leita.
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 17.1.2007 kl. 11:52
Hallo Groa! Fann thig i frumskogum netsins og aetladi bara ad kasta a thig kvedju!
Audur Magga
Audur Magga (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.