Andvaka

Ég hef nú ekki átt í vandræðum með að sofna í gegnum tíðina en að kemur einstaka sinnum fyrir mig hérna í Freiburg að ég get ekki sofnað og þannig var það í gærFrown . Ég held að ástæðan sé kannski smá inntökuprófastress og svo líka af því að ég varð fyrir óskemmtilegri upplifun í fyrrinótt. Ég sofnaði í kringum miðnætti en vaknaði svo aftur klukkan eitt og þá fannst mér einhver standa yfir rúminu mínu og benda út um gluggann. Ég gat séð í gegnum viðkomandi en mér fannst ég vera með opin augun og ég flýtti mér að kveikja ljósið því ég vissi að þá mundi hún fara, sem hún gerði. Þetta var nú bara svolítið ógnvekjandi, þó þetta hafi verið draumur, því þetta var svo raunverulegt því ég var var í svefnrofunum. Manneskjan í sjálfu sér var ósköp sakleysisleg. En þetta sat líka í mér í gær þegar ég var að reyna að sofna. En ég ákvað samt að drífa mig á fætur í morgun og þá get ég vonandi sofnað snemma í kvöld. Ég vil ekki snúa sólarhringnum við svona rétt fyrir inntökuprófWink .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Ótrúlegt hvað draumar geta verið skrýtnir. Gangi þér vel :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 21.1.2007 kl. 17:13

2 identicon

Gangi þér vel, enn og aftur!

eygló dóra (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband