Þorrablót, gatnakerfi og aðrir frábærir útskriftartónleikar

Við Freiburgarbúar (mínus Danni og Gyða) skelltum okkur yfir til Basel á laugardaginn á þorrablót hjá Ellu Völu og Dirk. Það var margt kunnuglegt á boðstólnum eins og harðfiskur, slátur og flatkökur sem ég borðaði með bestu lyst og svo annað sem var mér meira framandi eins og magáll, súrsaðir hrútspungar og lundabaggi og fleira sem ég smakkaði. Mér fannst magállin fínn en hitt fannst mér vægast sagt mjög vont. Svo var fleira eins og sviðasulta sem ég veit að mér finnst vond svo ég sleppti þvi bara að borða hana.  En það sem stóð upp úr var kjötsúpan sem Ella Vala bjó til hún var mjög góð og svo komst ég ekki hjá því að smakka hákarl og íslenskt brennivín (en mjög lítið samtWink). Þetta var mjög vel heppnað hjá þeim og þakka ég kærlega vel fyrir mig.

En annað sem er ekki vel heppnað er gatnakerfið í Basel. I Basel búa 150.000 manns en gatnakerfið lætur manni líða eins og maður sé að keyra inn í milljóna-borg. Það er bara endalaust af brúm og göngum sem skiptast í fleiri göng og margar hæðir og maður veit aldrei hvert maður er að fara og ef maður snýr við þá getur maður sko aldeilis ekki verið viss um að koma aftur á sama stað og maður var á áður. Við vorum næstum því komin til Frakklands í staðinn fyrir Sviss þegar við komum og svo var þetta ekkert skárra á leiðinni til baka. Eftir marga hringi tókst okkur nú að komast út á hraðbrautina og þá var ekkert mál að komast til FreiburgarSmile

Danni var með lokatónleikana sína í gær þar sem hann stjórnaði skólahljómsveitinni. Tónleikarnir voru bara alveg frábærir í alla staðiog ég hlakka bara til að vinna með honum í marsSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jei jei jei Gróa er að koma heim!

eygló Dóra (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband