Stundum...

...þá skil ég ekki alveg Þjóðverja eða þýska kerfið. Ég fékk símhringingu í síðustu viku frá Deutche Bank þar sem þeir vildu endilega fá mig í viðtal (NB. maður þarf að panta tíma til að opna bankareikning). Ég sagði bara allt í lagi og ég fékk sem sagt tíma í dag. Svo fékk ég meira að segja formlegt bréf um þetta sem ég tók með mér þegar ég mætti í dag. Þar tók einhver maður á móti mér og fletti mér upp í tölvunni, spurði mig hvort ég væri með bankakort, sem hann vildi svo ekki einu sinni skoða, og sagði svo bara "alles klar" og brosti. Svo ég eiginlega hef ekki hugmynd um af hverju ég þurfti að mæta þarna... mjög spes finnst mér.

 

En að öðru þá fórum við Elfa og Gyða í bíó í gær og sáum Hróa Hött frá 1922. Myndin var sem sagt þögul með "live" píanó- og fiðluundirspili. Þetta var bara skemmtilegt en það tók mig smá tíma að komast inn í þetta því það hjálpaði ekki að textinn sem kom á milli var á þýsku og skrifað með svona gamalli skrift þar sem s er eins og f með engu striki og fleira. En engu að síður skemmtilegt að fara og sjá svona öðruvísi myndir í bíó.Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, ég er sammála med tetta med týska kerfid. Madur er svo vanur ad vera"einn í heiminum" á Ìslandi. Var mjög hneykslud á tví ad turfa ad panta tíma til tess ad opna bankareikning...algert vesen En madur venst tví ansi fljótt ad lifa í landi 80.000.000 manna Fylgist alltaf med blogginu thínu, hafdu tad gott Liebe Grüße, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 23:23

2 identicon

Já bankinn minn hringdi í mig um daginn til að bóka viðtal. Ég náttlega mætti en þá fjallaði þetta um að ég ætti rétt á einhverjum bótum frá þýska ríkinu (eftir þúsund mánaða pappírsvinnu og billjón undirskriftir sem ég hefði ekki getað staðið við) af því þeir hefðu tekið eftir tekjuleysi eða lægð hjá mér. Mjög persónuleg þjónusta hjá þeim.

gudny (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:11

3 identicon

Hæ Gróa! Vona að allt gangi sem best hjá þér í Freiburg... Heyrðu, er bara mikið að pæla í einu, svona æfingaherbergi, hvernig finnur maður svoleiðis? Hvers konar húsnæði er þetta? Er í svaka nágrannaveseni (í et.), frú nokkurri finnst óþolandi að hlusta á mig spila af því að ég sé nottlega byrjandi og er alltaf að hamast á bjöllunni... alla vega, barað pæla í hvernig svona virkar, en bestu kveðjur frá París, Hafdís flautari (e-mail: hafdisvaff@hotmail.com)

Hafdís flautari (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband