Inntökupróf

Jæja þá fer ég í annað inntökuprófið mitt á morgun. Það leggst bara ágætlega í mig þessa stundina en ég verð nú að viðurkenna það að dagurinn í dag er búinn að vera mjög upp og niður út af þessum prófum. Aðra stundina er ég bara róleg og hugsa bara að þetta fari bara eins og það fari og að ég ætli bara að reyna að gera mitt besta en hina stundina þá er ég bara svaka stressuð og er bara viss um að ég eigi  örugglega eftir að klúðra þessu eða bara að ég sé ekkert nógu góð til að komast inn þó ég spili eins vel og ég get. En ég er búin að vera róleg í svolítinn tíma núna svo ég held að ég sé komin yfir mesta stressið.Wink

En ég gleymdi í gær að óska henni Stefaníu minni til hamingju með íslandsmetin sem hún setti um helgina annar vegar í 400 m hlaupi í telpnaflokki og hins vegar í 4x400 metra hlaupi í kvennaflokki.LoL  Veivei til hamingju Stefanía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk takk fyrir og gangi þér mjög vel á morgun ég hugsa til þín

þín systir Stefanía

stefanía (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:53

2 identicon

Gangi þér rosalega vel á morgun í prófinu sæta.

Sendi þér andlegan stuðning... Þú ert best :)

Kossar og knúúúús Dísa

Valdís (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Gangi þér ótrúlega vel, Gróa mín! Sendi þér góða strauma .... 

Helga Tryggvadóttir, 13.2.2007 kl. 23:07

4 identicon

Elsku Gróa

Gangi þér rosalega vel á morgun, njóttu þess að spila

Þín bestasta fjölskylda í heimi

Mamma, pabbi, Þórunn Vala, Júlli og Stefanía

Frá fjölskyldunni þinni (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband