Karlsruhe

Ég vaknaði klukkan 5:45 í morgun og var komin upp í lest klukkan 6:52 á leið í inntökupróf í Karlsruhe. Þetta er bara klukkutíma lestarferð en ég átti að vera mætt fyrir níu og ef ég hefði tekið einni lest seinna þá hefði ég ekki náð því að vera komin í skólann á réttum tíma. Ég var sem sagt komin í skólann rúmlega átta og var auðvitað mætt fyrst og fékk þ.a.l. að spila fyrst. Ég var mjög glöð með það. Ég er nú bara frekar sátt við þetta inntökupróf ég fékk að spila einn og hálfan Bach-kafla, út að úrvinnslu í Mozart, 2 bls. í Saint-Saëns og 1 bls. í Ysaÿe. Fyrir þá sem eru kannski ekki vel að sér í svona inntökuprófum þá er mjög mikið að fá að spila þetta allt í inntökuprófum og eiginlega alltaf betra að spila meira en minna, allavega líður mér betur með að fá að spila meira. Ég held að allir hafi fengið að spila jafnmikið sem mér finnst góð regla. Það var ekkert stórvægilegt klúður nema endir á einu hlaupi í Saint-Saëns  en það er auðvitað samt fullt af stöðum sem hefðu mátt vera skýrari eða meira syngjandi eða meira brilljant toppnótur eða meira víbrató og þar fram eftir götunum, en það þýðir ekki að hugsa um það. Svo hoppaði ég bara aftur upp í lest og núna er ég dauðþreytt og með höfuðverk af svefnleysi og ekkert smá fegin að hafa verið fyrst því það hefði ekki verið gaman að líða svona í prófinu.Wink

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og hugsanirnar, mér þykir mjög vænt um þærSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Ég er viss um að þú spilaðir mjög vel :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband