sun. 25.3.2007
Gamlar upptökur
Stundum tek ég mig til og hlusta á upptökur þar sem ég hef verið einn af flytjendunum hvort sem það er í hljómsveit, kammerhóp eða bara ég að spila með eða án píanós. Yfirleitt koma þessar upptökur mér á óvart, stundum skemmtilega og stundum ekki svo skemmtilega. Núna var ég að hlusta á Ungfóníu spila 1. sinfóníu Brahms og það kom mér bara skemmtilega á óvart:) Sumar upptökur hef ég samt ekki ennþá lagt í að hlusta á.
Athugasemdir
Já einmitt, ég trúi þessu reyndar. Held þú ættir að leita uppi eina góða upptöku sem þú heldur að þú vitir ekki hvar er og hlusta á með jákvæðu og kærleiksríku hugartetri :) Hlusta á það sem vel er gert þar...
Auður Agla (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:32
Stundum er líka bara gott að eiga minningarnar. Mómentin nást ekki alltaf á upptökum...en fölsku nóturnar nást alltaf.
gudny (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.