Aftur í Freiburg

Þá er ég komin aftur til Freiburgar eftir langa og mjög skemmtilega og viðburðarríka dvöl á Íslandi. Tíminn var samt alveg ótrúlega fljótur að líða á Íslandi enda alltaf nóg að gera þar. Það var reyndar mun meira að gera hjá mér en ég hafði gert ráð fyrir og mér fannst það bara alveg frábært. Eina neikvæða við að að hafa svona mikið að gera er reyndar að þá hafði ég minni tíma til að hitta alla frábæru vini mína. Ég hitti samt flesta þó að sum plön hafi samt ekki alveg gengið upp. Núna hef ég hins vegar allan tímann í heiminum bara fyrir mig og ætla að nýta hann mjög vel til þess að æfa mig. Wink

 

Bis später 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin út aftur :)

var einmitt að velta því fyrir mér hvenær þú færir nú út aftur svo það yrði e-ð blogg sko ;)

Fáum við ennþá að koma í heimsókn til þín?? Kannski eins og 3. eða 4. júní??? og þangað til.. jah, ég veit ekki, 2-3 daga eða bara þangað til þú hendir okkur út ;)

Guðrún (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Þú ert meira en velkomin Guðrún:)

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:18

3 identicon

Ég á eftir að sakna þín gullið mitt:) Njóttu þess nú að vera í útlandinu og hafa smá tíma fyrir sjálfa þig og fiðluleik.

Hlakka til að hitta þig í sumar;)

Kveðja, Svava :)

Svava Björk (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband