þri. 24.4.2007
Skriðdrekar í Freiburg
ÉG sá tvo skriðdreka með hermönnum í fullum skrúða (eða a.m.k. í felulitabúningum) að keyra í gegnum Freiburg í dag. Það fannst mér aldeilis merkilegt. Hermennirnir voru svona hálfir upp úr skriðdrekunum. Annars er bara sól og sumar í Freiburg. Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir að vera mikið fyrir hita en ég hef nú plummað mig bara ágætlega hingað til (enda kannski ekki svo heitt bara í kringum 25 gráður en það er alveg nógu heitt fyrir mig). Svo náði ég mér í sýkingu í augað og er komin með sýkladrepandi augndropa. Það hlaut að koma að því að ég þyrfti að fara til læknis í Freiburg
Athugasemdir
Hjálp! Mér verður bara strax hugsað til Torg himneska friðsins eða eitthvað. Hélt að þessir skriðdrekar væru bara alltaf útí skóg einhversstaðar í æfingum.
ps. þessi ruslpóstvörn er meiri dulbúna vitleysingavörnin. (Ég var næstum búinn að klikka á henni, skrifa 100 í stað 20 ("Hver er summan af tíu og tíu?"). Ef þetta verður eitthvað flóknara neyðist ég bara til að hætta að kommenta hérna.. :oP )
Ernir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 19:42
já það er auðvitað bara fyrir mjög vel gefið fólk að kommenta á bloggið mitt... nei reyndar þá vissi ég ekkert af þessari vörn fyrr en núna en mér finnst hún dálítið fyndin. Ekkert svona "skrifaðu tölurnar sem standa hér" heldur verðurðu bara að reikna (þó þetta séu kannski ekki flókin dæmi... )
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 25.4.2007 kl. 20:19
Hæ Gróa, ætlaði bara að heyra í þér fílingin fyrir sumarið.
Ertu búin að senda Kristinu E-mail sambandi við herbergismálin? Var að sjá að við eigum að vera búin að þessu fyrir mánudaginn, var að senda mitt. Þú manst eftir keppninni... :p Og þetta er nú meiri ruslvörnin, er alveg sammála Erni, maður er hálf hræddur við þetta. Kemur í ljós hvurstu öflugur maður er í reikningi... Heyrumst seinna,
Eydís
Eydís Ýr (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:43
Ég var að senda þetta en það er samt bara hálfklárað því ég er líklega að kaupa mér nýja fiðlu en ég er ekki búin að ákveða það 100% og líka boga og jafnvel kassa svo það er allt í ruglinu og svo getum við ekki pantað lestina fyrr en e. 3 maí frá Osló til Arvika. En ég setti þig inn sem herbergisfélaga;) á ég líka að senda e-meil um það?
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 26.4.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.