fim. 3.5.2007
Mannekla á LSH
Ég rakst á þessa frétt inn á ruv.is. Ef þið nennið ekki að lesa hana á er hún um hvernig heilbrigðisráðherra hyggst taka á vandanum um manneklu á spítalanum. Því verður mætt með því að stytta sumarfrí starfsmanna og eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sérstaklega nefndir í þeim efnum. Mér finnst til háborinnar skammar að þetta sé eina leiðin til þess að halda spítalanum gangandi. Nóg er álagið á starfsfólkinu fyrir með yfirfullar deildir og undirmannað. Mér finnst brotið á þeirra rétti og að sjálfsögðu kemur þetta niður á spítalanum. Það segir sig sjálft að til lengri tíma litið þá fælir þetta starfsfólkið frá og leysir engan mannekluvanda. Ég er ekki viss um að ég myndi láta bjóða mér starf þar sem alltaf væri gífurlegt álag, ég bæri ábyrgð á heilsu og líðan fjölda manns og væri ekki með nógu margt starfsfólk með mér til að halda almennilega utan um sjúklingana og að ofan á það þá fengi ég ekki einu sinni að taka það sumarfrí sem ég ætti rétt á.
Hún talar líka um að reynt sé að seinka starfslokum hjá fólki til að bregðast við manneklu. Það er auðvitað líka mjög slæm lausn því fólk segir líklega upp af því að því líður ekki vel í starfi eða hefur boðist eitthvað betra og að halda fólki í starfi þar sem því líður ekki vel hlýtur að koma niður á starfsgetu.
Þá talar hún um að fjölga í hjúkrunafræðináminu sem er gott og blessað en það hlýtur að vera nauðsynlegt að halda þeim hjúkrunarfræðingum sem nú þegar eru komnir með starfsreynslu svo þeir geti miðlað þeirri reynslu til þeirra sem eru nýútskrifaðir eða ennþá í námi. Það hlýtur að vera betra fyrir alla.
Hvernig væri nú bara að fara að borga mannsæmandi laun og reyna að minnka starfsálag í þessum greinum og fá þannig fólk inn í þessi störf og halda þeim í starfi án þess að það sé nánast neytt til þess?
Athugasemdir
Heyr heyr! Alveg sammála þér Gróa... það þýðir ekkert að gera starfið enn minna eftirsóknarvert til þess að reyna að leysa vandann!
Gunnhildur Daðadóttir, 3.5.2007 kl. 23:12
Vá artí mynd Gunnhildur!
eyglodora (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:05
Vá artí mynd Gunnhildur!
eyglodora (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:05
Vá artí mynd Gunnhildur!
eyglodora (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:06
Vá artí mynd Gunnhildur!
eyglodora (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:06
Já, hjartanlega sammála. Ekki myndi ég vilja vinna þarna, og þetta ætti að sjálfsögðu að vera mjög eftirsóttur vinnustaður. Það á einmitt að gera vel við fólkið sem tollir í þessum miklvægu og erfiðu störfum, ekki skerða réttindi þess! Það sem mönnum dettur í hug...
Sóley (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 08:38
Ég kommentaði ekki svona oft!
Eygló Dóra (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:24
Enn og aftur læri ég nýtt orð (mannekla). Ég þarf greinilega að tala/skrifast við þig oftar, þá verð ég innan skamms kominn með orðaforða á við nóbelskáld. Annars er ég sammála þér, þetta er alltaf sama nískan við heilbrigðiskerfisstarfsfólk.
Eygló, hættu að kommenta svona mikið! þetta kallast spamm og er ókurteisi ;OP
ps. eins gott að sé míníreiknari á tölvunni, ruslpóstvörnin er alveg að fara með mig.
Ernir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 19:37
Takk, takk, takk, takk Gróa mín!
Þetta er eins og talað út frá mínu hjarta! Ég sat við próflestur þegar ég heyrði þessa frétt á rúv. Ég var svo reið að ég gat ekki haldið áfram að læra fyrr en ég var búin að skrifa nokkur vel valin orð noður í bréf til hennar Sivjar okkar. Þetta finnst háttsettum heilbrigðismálaráðherra bara allt í fína lagi. ótrúlegt! Sagði þetta bara vera svona ástand sem kæmi upp annars lagið. ARG!
Starfsfólk LSH er búið að vinna yfirvinnu í fleiri mánuði, oft á yfirfullum deildum sem ekki bara veldur starfsfólkinu álagi heldur minnkar gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinganna! Ekki er frí um jól og páska og nú geta hjúkrunarfólk ekki einu sinni tekið sér sumarfrí.
Svo takk Gróa mín fyrir baráttuorðin :)
Svava Björk (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.