lau. 25.8.2007
Fyrsta vika í Champaign-Urbana
Nú er ég loksins komin með almennilega nettengingu heim til mín og á fannst mér nú tilvalið að blogga. Það væri nú forvitnilegt að vita hverjir nenna ennþá að kíkja á þessa síðu... En það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég kom hingað að ég held að það væri allt of langdregið að fara að segja frá því öllu í frásagnarformi (góð setning) svo ég ætla bara að hafa þetta í punktaformi í þetta sinn.
-kom til Champaign-Urbana 17. ágúst
-er búin að :
-fara í tvo verslunarleiðangra og kaupa eiginlega allt sem ég held að mig vanti
-fara eitt stöðupróf í tónfræði, náði öllu nema 20 aldar hljómfræði og kontrapunkti og að heyra hljóma í tónheyrn
-fara í eitt hljómsveitarprufuspil, gekk ekkert sérlega vel
-skrá mig á International student office
-fara á "Quad-day" þar sem öll félögin í háskólanum (sem eru ekkert smá mörg) eru með bás og kynningu. Mér leið eins og ég væri stödd í bandarískri háskólamynd, sá risastóra lúðrasveit spila með a.m.k. 60 trompetum og 15 túbum og svo sá ég líka klappstýrur. Þetta var alveg alvöru sko
-lenda í einu þrumuveðri
-fara í eitt tónlistarsögupróf
Já þetta er nú það helsta en svo er ég líka nokkurn vegin komin með stundatöflu og ég verð í fiðlutímum, kammermúsík, hljómsveit, barokktónlistarsögu, kontrapunkti og fúgu og vonandi áfanga sem undirbýr mann undir hljómsveitarprufuspil.
Læt þetta nægja i bili
Athugasemdir
Ég er enn að lesa :) Greinilega nóg að gera, vona að gangi vel áfram!
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 25.8.2007 kl. 18:23
hæhæ
loksins ertu búinn að blogg gangi þer vel
kv þin systir stefanía
stefanía (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.