mán. 27.8.2007
Myspace og facebook
jæja þá er ég bæði komin inn á MySpace og Facebook. Ég þarf nú samt að læra aðeins betur á þetta. Ég er búin að læra að bjóða fólki að vera vinir mínir á þessum síðum en þá er þetta eiginlega upptalið
En nú er skólinn að fara að byrja á fullu á morgun. Fyrsta hljómsveitaræfingin er á morgun og við ætlum meðal annars að spila Rómeó og Júlíu e. Prokofiev Svo fer ég í fiðlutíma á miðvikudaginn Annars er líka nóg að gera í aukafögunum sem er annars vegar barokktónlistarsaga og kontrapunktur og fúga hins vegar. Það eru próf í hverri viku í tónlistarsögunni og maður þarf að hlusta á heilan geisladisk af hlustunarefni fyrir hvert próf og lesa í bókinni. Kennarinn heitir John Hill og hann skrifaði bókina sem við erum með og hún er útgefin af Norton. Ekki slæmt það. Svo er ég búin að fara í einn tíma í kontrapunkti og fyrir næst tíma þá þarf ég að lesa 2 kafla úr einni bók og 1 úr annarri og greina og lesa yfir einhver tóndæmi. En það lítur út fyrir að það verði nóg að gera í vetur og fullt af spennandi hlutum.
Það var ekki meira i bili
ps. lofa að reyna að skrifa ekki upptalningablogg næst
Athugasemdir
gaman að það gangi vel! ég er ekki búin að fá provisionina ennþá... tjékka á þessu ef þetta kemur ekki bráðlega...
hafðu það gott áfram,
kv Elfa
elfa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 07:25
meinti kautionina... :)
elfa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 07:25
ooo ég elska Rómeó og Júlíu!
það er svo ótrúlega flott 1. básúnurödd ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég spila það! ætla að finna staðinn og benda þér á svo þú getir hlustað extra vel á básúnuna þar. Þori að veðja að þú verðir skotin í básúnuleikaranum á staðnum! ... nema hann/hún spili sérstaklega illa, þá kem ég og redda þessu ;)
guðrún Rúts (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:52
Hæ Gróa, gaman að heyra að það gengur vel hjá þér. Rómeó og Júlía er bara flott, njótta þess að spila það. Heyrumst sem fyrst á MSN. :)
Bestu kveðjur frá DK,
Eydís Ýr
Eydís Ýr (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:03
Hæ hæ elsku Gróa mín !
Ég heyri að það er gaman hjá þér. Og margt spennandi framundan. Það er allt gott að frétta af okkur. Ég er öll að koma til eftir fingurbrotið en á pínu í land með að geta notað hann eðlilega. við vorum uppí sumarbústað um helgina ,það var aðeins farið að gulna á trjánum voða notalegt að finna lyktina af haustinu. Ég var svo dugleg að týna hrútaber og ég er meira að segja búinn að sulta berin. Þú færð að smakka með jólasteikinni !!! Jæja elsku frænka mín ,ég hef þetta ekki mikið lengra núna en njóttu vel og hafðu það skemmtilegt í Ameríku og mundu að fara varlega. Þín Brynja frænka .
Brynja frænka (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:05
Mín bara dugleg að blogga, var orðin úrkula vonar að eitthvað kæmi á bloggið frá þér elskan. Frábært að nóg er að gera hjá þér, gangi þér sem allra best. Ástarkveðjur mamma og allir hinir í Foldasmáranum
Mamma (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.