þri. 28.8.2007
Magnaðir uppþvottahanskar!!
Það var sko tvöföld ánægja hjá mér þegar ég vaskaði upp áðan. Í fyrsta lagi þá vígði ég nýja uppþvottahanska sem ég keypti. Þeir voru merktir sérstaklega fyrir ofnæmisfólk svo ég skellti mér auðvitað á þá. Þetta voru sko aldeilis góð kaup verð ég bara að segja, því hanskarnir eru ekki aðeins latexfríir(sem ég er nú reyndar ekki með ofnæmi fyrir) heldur eru þeir lika fóðraðir svo maður kemur ekki við gúmmíið í gúmmíhönskunum. Algjör snilld!!!! Hin ástæðan fyrir ánægju minni við uppvaskið er sú að pípulagnirnar í vaskinum hafa verið bilaðar undanfarna daga en það var lagað í dag. Vaskinum er skipt í tvennt og það er niðurfall í báðum helmingum. Bilunin lýsti sér síðan þannig að ef maður var lengi að vaska upp eða hafði mikinn kraft a vatninu þá flæddi upp úr niðurfallinu í hinum helmingi vasksins sem maður var ekki að nota. Ekki skemmtilegt. Gott að það er komið í lag!
Annars þá var fyrsta hljómsveitaræfingin í dag. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú staðið mig betur á hljómsveitaræfingu en í dag, en ég fékk samt líka bara partinn í dag. Rómeo og Júlía var samt svaka stuð Þetta verður bætt fyrir næstu æfingu sem er á miðvikudaginn. Svo ætla ég að fara að læra á gamelan á þessari önn, byrja á morgun.
Athugasemdir
Hvað segirðu! Varstu ekki búin að læra partinn þinn á heilum degi? Eða hálfum... Gaman að lesa bloggið, alltaf eitthvað nýtt! Gangi þér vel
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 28.8.2007 kl. 15:23
gaman þú sért farin að blogga aftur!
eyglo dóra (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:12
Skemmtilegt að heyra með hanskana, núna verður þú bara að vaska upp 24/7. Þú mátt endilega koma í heimsókn til mín með þá. Veitir ekki af. ;)
Heyrumst,
Eydís
Eydís frá DK (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.