fim. 30.8.2007
Ræktin!....og fleira
Hér í bæ er fínasta rækt með sundlaug og hlaupabraut og æfingatækjum og fullt af sölum og skvassvöllum og körfubolta-og innifótboltavöllum. Mjög fín finnst mér. Þetta er sem sagt háskólaræktin. Ég fór í hana í fyrsta skipti í dag í svona kynningartíma og það var mjög fínt svo eg ætla að reyna að setja þetta inn í skipulagið.
En ég fór í fyrsta fiðlutímann í dag og það var alveg frábært. Nóg að laga fyrir næsta tíma. Svo er að fara að koma í ljós hvað ég spila í kammer en það verður sagt fra því seinna.
En systkini mín eru auðvitað best i heimi og ég er alveg svakalega stolt af þeim og verð bara að fá að deila þessu með ykkur. Þórunn söng að sjálfsögðu eins og engill í Israel í Egyptalandi með Schola Cantorum um daginn... hún mætti nú samt vera duglegri að skrifa systur sinni póst.... Júlli brilleraði í bóklega ökuprófinu um daginn. Fékk bara eina villu. Hann fær líklega bílprófið á afmælisdaginn sinn og það er nú meira en systur hans geta gortað sig af. Ég veit að hann rúllar upp verklega prófinu því ég hef setið með honum í bíl og hann er fínasti bílstjóri. Stefanía er svo að fara á NM 19 ára og yngri um helgina í Danmörku. Hún ætlar að keppa í 400m, 800m og 4x400 metra hlaupi fyrir Íslands hönd. Eki slæmur árangur það þegar maður er 14 ára.
Jájá maður getur nú bara ekki verið nema að rifna úr stolti yfir að vera í sömu fjölskyldu og þau fyrir nú utan hvað þau eru öll frábærar manneskjur. Ég er að sjálfsögðu alveg hlutlaus
Það var ekki fleira í bili
Athugasemdir
hæ hæ!! netheimurinn er mjög lítill ;) Takk virkilega fyrir síðast!! Og já til hamingju með systkini þín, sá einmitt mynd af systur þinni í mogganum í dag (og vissi þá ekki að hún væri systir þín)!
Sirrý (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:32
Til hamingju með glæsilegan árangur systkina þinna! Efast ekki um að þú stendur þig alveg jafnvel þó þú sért ekki að gorta þig af eigin afrekum :)
Hafðu það gott,
Ólöf
Ólöf (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:16
Ætli þið séuð ekki bara nokkuð vel heppnuð systkinin :) Ætlaði einmitt að skrifa líka að Stefanía væri orðin heimsfræg á Íslandi í mogganum í dag.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 30.8.2007 kl. 17:53
Elsku Gróa!
Mér sýnist vera nóg að gera hjá þér! GAMELAN, vá hvað það er kúl.
Mér fannst svo leiðinlegt að ég gat ekki kysst þig bless...en þú hefur örugglega fengið nóg af kossum og knúsum.
hafðu það yndislegt, jobbilína og Bragi biðja að heilsa:)
Júlía
Júlía frænka (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:58
Já ég fékk fullt af kossum og knúsum svo það reddaðist alveg:) Vonandi hafið þið Jobbilína það gott en ég hætti við að læra á Gamelan og fór að læra úkraínska og rússneska þjóðtónlist í staðinn.
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:24
Mikið er ég fegin að þú hættir við að læra á gamelan!
...ég hef nefninlega ekki hugmynd um hvað það er :Þ
Guðrún (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.