"Vertu grísk(ur)"

Um helgina virðist allt hafa snúist um að "vera grískur" hjá yngsta aldurshóp nemenda háskólans. Það að "vera grískur" hefur ekkert með það að gera að vera af grísku bergi brotinn heldur að ganga í félögin sem kenna sig við grísku stafina (Alfa beta gamma o.s.frv.) Þessi helgi er að mér virðist svona kynningarhelgi a.m.k. hjá stelpufélögunum, því það eru fleiri fleiri hópar sem hafa marserað um í bolum (hvítir fyrir þá sem vilja inngöngu en blair fyrir þær sem eru að halda utan um hvern hóp) þar sem stendur "Vertu grísk"" og farið í heimsókn í húsin þar sem hvert félag heldur sig. Eg veit nú ekki mikið um þetta en mér skilst að svo sæki maður um hjá einu félagi og stelpurnar ákveða svo hvort maður megi vera með. Það eru víst alls ekkert allir sem fá að vera með... enginn ungmennafélagsandi þar á bæ. Það er eitt svona hús við hliðina í mínu húsi og þar er búið að vera mikið stuð um helgina hver hópur er kvaddur með "herópi" hússins ég hef nu ekki alveg náð hvað þær segja nema það endar "ég vil ver(ð)a Alfa pí" húsið heitir Alfa pí omega. Ég hef nú lúmskt gaman af því að fylgjast með þessu þó þetta sé nú kannski svolítið mikill hávaði stundum. Aftur líður mér eins og ég sé komin í bandaríska bíómynd;)

Annars þá átti ég nú líka eftir að segja frá því að um daginn fór ég að opna bankareikning og það var enginn annar en útibússtjóri bankans sem opnaði fyrir mig reikning. Svo fékk ég tölvupóst þar sem var sagt að ég gæti leitað til hans ef ég lenti í vandræðum. Ekki amalegt að hafa útibússtjórann sem þjónustufulltúa...en soldið fyndið samtWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér dettur nú bara í hug Legaly Blond.  Var það ekki Delta Vu eða hvað í þá áttina? Ætlar þú í svona stelpuklúbb?  Við fylgjumst með. 

Hér á Íslandi er komið haust því það er þvílíkt rok úti og gengur á með miklum skúrum og sól inn á milli, fríkað veður, ekta til að kúra undir teppi og horfa á góða bíomynd

 Megir þú eiga góðan dag elskan. 

Ástarkveðjur frá okkur öllum heima.

mamma (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Ég hafði nú ekki hugsað mér að fara í svona stelpuklúbb

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 3.9.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Jú Gróa, farðu í svona stelpuklúbb og kjaftaðu svo öllu leynimakkinu í okkur...! Ekkert smá spennó, einmitt eins og í amrískri bíómynd 

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Kannski eru náttfatapartí!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 17:49

5 identicon

speeees...

elfa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:30

6 identicon

Hahaha tetta er alveg otrulegt hvad amerikanar eru ameriskir.. haha

vid elfa erum komnar til Hamburgar. spiladi i gaer fyrir kennara sem mig langar ad saekja um hja naesta vetur. gaman gaman. spiladi grieg c mollinn. Fullt af hugmyndum.

elfa er ad fara ad spila fyrir hann a eftir.

eg segi go for it med phrat felögin!!! 

Geirthrudur (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:43

7 identicon

Hæ gróa, gaman að þú sért farin að láta heyra í þér aftur :)

Hver er þessi kennari sem þú ert á námskeiði hjá Geirþrúður? Er það nokkuð hann herra Schickedanz?

gudny (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:30

8 identicon

juju tad er hann herra Skinkudans :D

Kreisi flottur madur!!!

hvada Gudny er tetta med leyfi???

Geirthrudur (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:33

9 identicon

Þetta er guðný selló :)

Gudny (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband