lau. 8.9.2007
Mér finnst rigningin góð....
Það er búið að rigna svolítið hér í Champaign-Urbana undanfarna daga. Vanalega myndi ég taka rigningunni fagnandi (ef að koma ekki miklar þrumur og eldingar) þar sem mér finnst æði að fara út í rigningu þegar það er enginn vindur, og svo þegar rigningin er búin þá verður allt svona ferskt á eftir. En hér er það sko ekki þannig, heldur verður bara ennþá mollulegra fyrir vikið. Annars var þessi vika svakalega fljót að líða...enda ekki nema fjórir kennsludagar út af Labor day. Fullt að gera í hljómsveit, spilatímum og tónfræðigreinum og ekki hægt að kvarta yfir því:) ...nema kannski of miklu álagi í tónlistarsögu;)
Athugasemdir
dugleg stelpa.
eg toli heldur ekki trumurnar. vonandi er allt gaman og gott i amerikunni ;)
Geirtrudur (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:56
nei geirþrúður mín, Þú þolir heldur ekki þrumurnar;) En Gaman hjá þér Gróa mín!
eygló dóra (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:25
Mér heyrist þú nú aðeins vera farin að venjast þrumunum er það ekki rétt hjá mér? Annars er þvílík rigning og rok nú í morgunsárið hér á Íslandi. Mér finnst nú rigningin líka góð. Sérstaklega að kósa mig inni, undir teppi við kertaljós og lesa góða bók eða horfa á góða bíómynd, tala nú ekki um Pride and Predjudice eða Sound og Music eða Anne of Greengables.... þ.e. allar þessar gömlu góðu... þú kannast við þær!!!
Hafðu góðan dag elsku hjartans stelpan mín
Þín mamma
mamma (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:45
Æjæ Gróa mín leiðinlegt að heyra með þrumurnar,spurning um að reyna nota áramótatrickið á það og download-a tappadansinum ;) hér í DK skiptist á milli skin og skúra en þó er meira um sólina eins og er. Gangi þér annars allt í haginn og ég sendi þér hlýjar baunakveðjur...
Palli
Palli (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:37
Við erum alltaf að bíða eftir bloggi frá þér. Er enginn tími aflögu til að segja fréttir frá dvölinni í Kampavínsborginni?
Gangi þér sem allra best og njóttu þín vel.
Ástarkveðjur
Mamma og allir heima á Fróni
Mamma (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.