Jæja....

Kominn tími á blogg. Ástæða fyrir bloggleysi mínu er einfaldlega sú að ég hef ekki haft samvisku í að blogga því ég hefði átt að vera að gera eitthvað annað eins og að æfa mig eða læra í staðinn. Hér er mjög stíft prógramm alla daga svo það er vaknað klukkan átta og farið að sofa um eittleytið og aðeins tekin pása frá æfingum, lærdómi og tímasókn til þess að borða. Svo ég ákvað að í dag væri tími til að slaka aðeins á enda vikan búin að vera frekar strembin. Tvö tónlistarsögupróf( já í sama áfanganum) einn hóptími og hljómsveitartónleikar. Plús auðvitað spilatími og kammeræfingar og fleira:) En þetta er allt mjög skemmtilegt... nema kannski tónlistarsagan sem er nú einum of intensívur fyrir minn smekk en ég þrauka, 1/4 búinn. Það versta við þennan áfaga eru samt tóndæmin sem sum hver eru spiluð á synthezyser(er það skrifað svona?). Það er bara alveg kvöl og pína að hlusta á barokk-tónlist spilaða á tölvu, jafnvel fiðlumúsíkin er sum hver spiluð á tölvu. Og ég sem alveg elska að hlusta á fallega barokkmúsík... en nei þá kemur bara tölvuhljóðCrying Pinch .  Annars þá var Pacifica kvartettinn með tónleika á fimmtudaginn svo ég ákvað að líta upp úr nótna- og námsbókunum(þó ég væri að fara í tónlistarsögupróf daginn eftir). Þau spiluðu Beethoven op. 18 nr. 3  Ligeti nr. 1 og Schubert strengjakvintettinn með Paul Katz. Þau eru alveg svakalega góð. Strengjakvintettinn hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég var sko alls ekki fyrir vonbrigðum á þessum tónleikum. Ég hef bara eiginlega engin orð til að lýsa upplifuninni á þessum tónleikum þetta var svo magnað fannst mér. Svo var skólahljómsveitin með tónleika í gær og það gekk bara vel. Næsta verkefni byrjar á mánudaginn.... jájá það er sko ekert verið að slaka á í þeim málum bara alltaf allir í hljómsveit. En við förum líka til Los Angeles eftir áramótWizard . Ég hef svo sem frá alveg fullt fleira að segja en ég ætla bara að geyma það þar til næst þetta er orðið alveg nógu langt í biliWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gróa mín

Gaman að lesa að það er nóg fyrir stafni hjá þér og að þú skyldir vera njóta þín úti þó svo að ég hafi ekki vit á öllum kvartett- og kvintettunum ;)

Bkv. Palli frændi

Palli (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:08

2 identicon

Bíddu hvað er eiginlega í gangi með þessa tónlistarsögu?  Barokk-synthesizer?  En já, svona er að vera námsmaður í Ameríku, geðveik vinna alla daga og aldrei frí... toj toj! :)

Árni Heimir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband