mán. 24.9.2007
skordýr eru ekki vinir mínir
Í tilefni af því að ég er komin á sýklalyf í þriðja skiptið síðan í maí út af skordýrabitum þá finn ég mig knúna til að segja pöddusögu hérna á blogginu mínu.
1.Í byrjun maí þá var ég í Freiburg og þar eru ógeðlegar pöddur sem heita Zegge á þýsku (tic á ensku og festing á sænsku). Þessar pöddur geta borið með sér heilahimnubólgu og taugasjúkdóma. Ég var nú samt ekki mikið að stressa mig á þeim því þær eru eiginlega bara í skóginum sem ég sleppti bara að fara í því ég er með gróðurofnæmi og svo á maður líka að sjá þær ef þær stinga mann því þær bora hausnum inn í mann og festast þar...mjög skemmtilegt. En ég vaknaði sem sagt ein morguninn með bit á annarri ristinni og spáði svo sem ekki mikið í það nema mig klæjaði svolítið. Það var ekkert svart sem stóð upp úr bitinu og það var líka á mjög ólíklegum stað fyrir zeggebit því þær leita á heitari staði á líkamanum. En allavega... þegar ég var búin að vera með þetta bit í rúmlega viku þá byrjaði það að stækka og á einum degi varð fóturinn allur rauður og bólginn upp að ökkla og einn svartur og annar hvítur hringur núnir að myndast í kringum bitið svo þá leist mér nú ekki á blikuna. Hrönn fór með mér upp á spítala þar sem mér var sagt að ég væri með boreleose sem er heitið yfir það ef maður fær viðbrögð við zegge-biti. Ég fékk auðvitað áfall því þetta getur verið meiriháttar mál en læknirinn hafði nú ekki miklar áhyggjur af þessu og setti mig á sýklalyf í 10 daga. En næsta dag var fóturinn ennþá verri svo ég hringdi grátandi í Hrönn og fór í heimsókn og svo þegar Helgi kom heim þá fór hann aftur með mér á spítalann en þá var mér bara sagt að vera róleg og bólgan myndi fara minnkandi sem hún svo gerði (smá aukadrama hjá mér). Svo þurfti ég að fara í tékk 3 vikum síðar í blóðprufu 8 vikum síðar. Svona eftir á þá var þetta ekkert mál en ekki gaman á meðan á því stóð.
2. Í sumar fór ég í Orkester Norden til Svíþjóðar. Eitt kvöldið var svakalega gott veður svo við sátum heillengi úti og vorum að spjalla. Þegar ég kom inn þá leit ég í spegilinn og sá að ég var komin með litla kúlu á ennið og gerði ráð fyrir því að ég hefði verið bitin en hélt að það myndi bara hjaðna. Ég setti smá sterakrem á bitið til að reyna að minnka bólguna og svo tók ég líka ofnæmistöflur alltaf á hverjum degi út af gróðurofnæminu svo það hefði líka átt að hjálpa til. Daginn eftir þá fór ég bara á æfingu en kúlan bara stækkaði og stækkaði og svo fann ég aðra kúlu fyrir framan eyrað sömu megin sem ég hélt að væri annað bit en eftir því sem leið á daginn þá gerði ég mér grein fyrir að það væri nú líklega frekar eitlastækkanir því það var ekkert rautt og svo fann ég líka fleiri. Ég sá því ekkert annað í stöðunni en að kíkja á bráðavaktina (eina sem var opið á kvöldin). Þar komst ég að því að ég var komin með nokkrar kommur og ég gekk út með sýklalyf og steratöflur. Ég sagði lækninum, þegar hann sagðist ætla að láta mig fá hydrokortison (sterar), að ég væri með sterakrem en hann sagði bara "neinei það virkar ekki neitt á þetta núna þetta er orðið alltof bólgið fyrir það þú þarft að taka þetta í töfluformi". Sýklalyfin voru síðan 1g 3 sinnum á dag takk fyrir!!!
3. Þegar ég vaknaði í gærmorgun þá klæjaði mig í annan framhandlegginn og bjóst við því að nú hefði ég verið bitin. Þetta varð alltaf rauðara og bólgnara eftir því sem leið á daginn en ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hversu bólgið þetta var fyrr en Gunnhildur kom í heimsókn til mín um kvöldið. Í morgun ákvað ég svo að láta kíkja á þetta. ÉG labbaði út úr læknamiðstöðinni með enn einn lyfseðilinn fyrir sýklalyfjum út af skordýrabiti. Núna er bitið búið að taka sér lögun Íslands í rauðu á framhandleggnum, bara nokkuð myndarlegt sem þekur ca 1/3 ofan á framhandleggnum og bólgan er svona hálfur framhandleggurinn. Ég vona bara að þetta lagist fljótt.
Ég er ekki oft bitin (7,9,13) en mér tekst oft að fá mjög dramatískar útkomur úr þeim fáu sem ég fæ
Athugasemdir
Þú hlýtur bara að vera mjög girnileg í augum skordýra Gróa mín :) Allavega þeirra sem bera með sér vesen...
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 15:28
Jæja við skulum vona að þetta sé einsog allt er þegar þrennt er elskan.
Fer ekki að kólna þarna og pöddur og annar ófögnuður að draga sig í hlé?
Ástarkveðjur
Mamma
Mamma (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:26
Úú... ég held ég viti hvað ég ætla gefa þér í afmælis-og jólagjöf ...;)
Ps: ferleg þessi ruslpóstvörn, maður fer alveg í kerfi við þennan stærðfræðiútreikning, en hafðu engar áhyggjur ég tók grafíska reiknivél með mér )
Palli (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:14
Sæl Gróa mín
Það er þetta með þig og heilbrigðisstéttina, en á meðan þú bloggar enn á íslensku þá er ég þó viss um að þú sért með réttu ráði og hef ekki trú á öðru en að þú spjarir þig. Það virðist vera hættulegra lífið í öðrum löndum.......
Binni frændi
Brynjar Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.