fös. 28.9.2007
Til hammó með ammó!!!!
Já ég hef ákveðið að halda mig við að blogga á íslensku þrátt fyrir tilraunir skyldmenna til að blogga á öðru tungumáli þá held ég bara að mér finnist íslenskan best (kom nú reyndar ekkert annað til greina).
En þetta blogg er nú bara skrifað í einum tilgangi og það er til að óska Júlla bróður til hamingju með 17 ára afmælið í dag (28 september). Svo langar mig líka til að óska honum til hamingju með bílprófið, brilleraði alveg með enga villu á verklega prófinu. Ég vissi nú að hann myndi massa þetta. Hann er nú ekki að stressa sig á einu prófi og tekur þetta bara á kúlinu
Til hamingju með afmælið ég er ekkert smá heppin að eiga svona frábæran bróður.
Það er reyndar ekki alveg kominn 28 hjá mér en þar sem hann er kominn á Íslandi þá ætla ég bara að skrifa þetta núna.
Athugasemdir
Hæhæ Gróa,
bara að kvitta og láta vita að kíki stundum hérna inn:) Las um skordýrabitin þín og það hljómar ekki vel! Kona sem vinkona mín var skiptinemi hjá fékk svona tic bit og hefur aldrei jafnað sig almennilega á því - þú hefur verið "heppin".
Góða skemmtun í ameríkunni
Ingunn vinkona Þórunnar;) (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.