Barokktónlist spiluð á synthesizer....

...er ekki falleg. Alveg sama hversu góð tónsmíðin er, hún er bara ekki að gera sig á synthesizer. Enda ekki samin fyrir synthesizer. Synthesizer spilar allt í sama rythma... það er ekkert rúbato og ekki einu sinni ritardando í endann á verkinu. Svo ekki sé minnst á fraseringaleysi. En undir þessu megum við Gunnhildur sitja  í tónlistarsögu. Við erum í barokktónlistarsögu og kennarinn okkar samdi bókina fyrir Norton útgáfufyrirtækið (sem er svo framarlega sem ég veit frekar virt útgáfufyrirtæki) en stór hluti tóndæmanna er ekki spilaður á hljóðfæri heldur á tölvu og þetta er bara alveg hræðilegt að hlusta á. Maður hefði nú haldið að svona útgáfufyrirtæki gæti greitt mönnum laun fyrir  að taka þetta upp. Þetta er útgefið á nótum í bók sem við erum með auk kennslubókarinnar sem vitnar stöðugt í þessi verk á hlustunarlistanum svo þetta er ómissandi hlutur í kennslunni, ef það á að nota þessa bók á annað borð. Ég veit reyndar ekki hvort þetta sé gefið út á geisladisk af Norton svona ( ég vona ekki) en þetta er svona á netinu þar sem við getum nálgast þetta og það eru víst ekki til neinar aðrar upptökur af þessum verkum.  Nú veit ég heldur ekki hvort þetta séu einu verkin sem eru nothæf sem dæmi um svona tónlist eða hvor það hefur bara svona svakalega lítið verið tekið upp af þessu en allt er betra en synthesizer. 

Ég er sem sagt að læra fyrir enn eitt tónlistarsöguprófið en þau eru nú þegar orðin alltof mörg fyrir eina önn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, vorum við ekki með Norton-bækur á Íslandi, og þar voru alltaf fínar upptökur, ekki síst barrokkið?

Eða er ég nokkuð að rugla?

Vonandi hefurðu það annars gott í Ríkjum Bandanna!

ernir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:02

2 identicon

vá hvað þetta er ótrúlega glatað!

elfa (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:47

3 identicon

Hvernig væri að tala við kennarann og spyrja hvort ekki séu til "alvöru" upptökur af barokkinu.

Hafðu góðan dag elskan mín

Þín mamma

Mamma (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Ég er allavega með "Concise history of Western Music" upp í hillu hér hjá mér, útgefna af Norton og það er bókin sem við notuðum hjá Árna Heimi... en veistu mér er að verða óglatt af þessum hlustunardæmum...

Gunnhildur Daðadóttir, 5.10.2007 kl. 01:29

5 identicon

jakk veit hvernig þér líður með prófin er einmitt að byrja á mínum fyrstu...

Palli (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:32

6 identicon

Hæ Gróa mín !

Ég sé að það er ýmislegt lagt á nemendur í útlöndum. Eins gott að búa yfir þolinmæði :). Við hugsum oft til þín Gróa mín,og ég veit að þú stendur þig vel eins og alltaf. Þú verður að kenna okkur hinum tónlistarsögu þegar þú klárar. Ég skal alltaf koma með köku í tímana!!!!  Mamma þín segir að það sé ennþá mikill hiti hjá þér, þú verður að passa að drekka nóg vatn og borða saltflögur.Annars, farðu vel með þig elsku frænka mín og góða skemmtun í Ameríku.      Brynja frænka.

Brynja frænka (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband