Ég get opnað gluggann og það kemur ferskt loft inn

Já nú held ég að það sé að kólna (þýðir allavega ekki annað en að vona það besta) Það rigndi að minnsta kosti í kvöld og loftið úti er ekki heitt og mollulegt eins og það er búið að vera. Hitinn undanfarna daga er búinn að vera um og yfir 30 stig.... aðeins of heitt fyrir minn smekk verð ég að segja. En veðurspáin segir að það eigi að vera 27 á morgun og svo bara í kringum 20 næstu daga á eftir. Ég bara get ekki beðið, það er eins og ég sé að bíða eftir jólunum.

Annars þá skelltum við okkur að tína epli á sunnudaginn, það hef ég aldrei gert áður og það var mjög gaman. Svo var líka hægt að kaupa eplasafa og eplakleinuhringi. Sem eru mjög svipaðir og eplaskífur á bragðið.  Svo fórum við Gunnhildur á alveg frábæra tónleika með Filarmonica Della Scala sem er alveg hörkuhljómsveit. Það er líka mjög langt síðan að ég hef farið á sinfóníutónleika í góðum sal svo það skemmdi nú ekki fyrir upplifuninni.

jájá annars gengur lífið bara sinn vanagang og ekki hægt að kvarta yfir þvíSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

halló sætust !!! Ég skammast mín fyrir að segja það en ég er að kíkja í fyrsta skipti á bloggið þitt núna :S Ákvað að skella mér á einn bloggrúnt til þess að hvíla mig á heimadæmum í Tæringu ... zzz ... Æðislega gaman að lesa bloggið þitt, vertu dugleg áfram að fræða okkur hin um lífið þarna úti =) Ég held að myndir væru líka mjög vinsæl viðbót við síðuna, langar svo að sjá hvernig þú hefur það =)

 En bestu kveðjur frá Íslandinu, sakna þín ***

kveðja, Marta Rós

Marta Rós (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 19:14

2 identicon

Bara komið nýtt útlit á síðuna, frábært að breyta.  Ég tek undir með Mörtu Rós, það vantar myndir, getur þú ekki sett inn einhverjar myndir svo maður geti fylgst betur með og séð aðstæður þarna úti hjá þér, bæði herbergisfélagann, íbúðina, skólann ...?? 

Hafðu góðan dag elsku stelpan mín

Þín mamma

Mamma (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

En sko ég á enga myndavél svo ég get ekki tekið neinar myndir.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 10.10.2007 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband