Veðurhræðsla og kontrapunktur

Komst að því í dag að það er stelpa sem ég þekki sem er jafn veðurhrædd og ég. Það var nefnilega hvirfilvindsviðvörun (er ekki tornado annars hvirfilvindur?) í kvöld og henni var ekki rótt þegar ég hitti hana á bókasafninu og ég held bara að ég hafi verið miklu rólegri en hún og svo er hún líka hrædd við þrumuveður. Svo nú getum við aldeilis æst hvor aðra upp í hræðslunni ef við viljum;) (Held ég láti það samt vera). En það er búið að létta viðvöruninni svo ég er alveg róleg núna, en það er nú víst líka frekar sjaldgæft að þeir komi hingað af einhverjum ástæðum. En ég var samt ekkert að æsa mig upp úr öllu valdi yfir þessari viðvörun þó mér hafi ekki fundist þetta neitt skemmtilegar fréttir. ÉG held að ég sé nú að lagast með þetta :) Annars verð ég að fá að röfla aðeins yfir tónfræðiáfanganum mínum. Ég er að læra barokkkontrapunkt og fúgu og flestir tímarnir ganga út á að við reynum að leysa verkefni (búa til tónsmíð) í sameiningu sem kennarinn setur upp á töflu. En það endar yfirleitt þannig að svona 3-4 strákar í bekknum einoka alveg að koma með tillögur sem eru alveg mjög misgáfulegar. Restin situr svo á meðan kennarinn segir þeim að þetta gangi nú ekki alveg og þeir halda að þeir séu svakalega gáfaðir. Sem dæmi má nefna að einn stingur upp á að næstu nótur í sópran séu c og d en það er kannski cís í bassa svo kennarinn spyr hvort viðkomandi meinar c eða cís og nemandinn segir "já það er góð spurning" !!! Það er ekki spurning í barokkkontrapunkti hvort það er betra að hafa cís og cís eða c og cís!!!!! Svo tekur nemandinn sér tíma í að hugsa þetta mál áður en að hann kemst að niðurstöðu. Samt hika þeir ekki við að koma með fleiri jafngáfulegar tillögur helst áður en að kennarinn er búinn að tala. Já og eru svona líka svakalega ánægðir með sig. Hika ekki við að segja hvað þeim finnst um tillögur annarra ( yfirleitt hinna sem voru þá millisekúndubroti fljótar að byrja að tala). Þeir eru svo sem ekkert ókurteisir segja bara " nei þetta er bara ekki alveg að virka svona prófum þetta.... sem er alveg jafn ógáfulegt oft á tíðum. Ókei stundum dettur eitthvað gáfulegt upp úr þeim. Svo þegar einhver annar óframfærnari ætlar að segja eitthvað þá hika þeir heldur ekkert við að grípa fram í fyrir þeim. En ég hef svo sem ekkert svakalega margt til málanna að leggja alltaf í þessum tímum en þetta er samt alveg óþolandi. Jæja ég er farin að sofa, enn eitt tónlistarsöguprófið á morgun...stuð;)

ps. Til þeirra sem kannski botna ekki alveg þarna í c og cís hlutanum: Fyrirgefið en ég varð bara að koma þessu frá mér og ég lofa að skrifa ekki fleiri kvörtunarblogg;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oooo Gróa svona gaurar eru óþolandi!!! Ég er með einum svona gaur í tíma sem hefur það framyfir þína gaura að vera ekkert svo fáránlega vitlaus beint. En hann passar það vandlega að vera ekkert að láta hina komast að sjáðu til, tekur endalaust framí og talar út í eitt! En Guðrún gribba siðaði hann til um daginn og hann hefur næstum verið til riðs síðan þá og ég er hetjan í hópnum ;)

Svo ég skora á þig Gróa að siða þá bara svolítið til. T.d. benda þeim á að það sé dónaskapur að taka fram í og að það gæti bara mjög vel verið að e-r annar væri alveg til í að koma með hugmyndir stundum og c og cis, kommon við erum að tala um barrokk er það ekki!?!?!?!!

Æ, ætli það sé samt ekki bara best að ég komi til þín og tali sjálf við þá ;) 

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:00

2 identicon

Þetta er svo týpískt!! Það mætti ala stelpur betur í því að hafa svona mikið sjálfstraust, ef stelpur eiga að þora að koma með uppástungu á einhverju í kennslustund þurfa þær helst að skrifa það  niður fyrir fram en hætta svo við þegar á hólminn er kominn því þeim finnst það sem þær ætla að segja ekki nógu gáfulegt. Af hverju ætli svona fáar konur séu hljómsveitarstjórar? Já maður bara spyr sig..

Sirrý (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband