lau. 24.11.2007
Margt skrýtið í Ameríkunni
Nú er ég búin að vera hérna í þrjá mánuði og hef komist að því að það er margt skrýtið i Ameríkunni. Mér var sagt áður en ég fór að ég myndi nú líklega fá menningarsjokk þegar ég myndi koma hingað, en það kom nú ekki beint, en svona því lengur sem ég er hérna því fleira finnst mér skrýtið. Það fyrsta sem mér fannst skrýtið er að veruleikinn í bandarískum háskólamyndum er bara nokkuð raunhæf mynd af bandarísku háskólalífi ef maður vill taka það með trompi. Hér eru óteljandi klúbbar og félög og klappstýrur og lúðrasveitir. Svo eru auðvitað grísku stráka-og stelpufélögin. Það var nú aldeilis seremónía þegar það var verið að taka inn nýja meðlimi a.m.k. í stelpuhúsin. Það er eitt svona hús við hliðina á íbúðinni minni svo ég gat alveg fylgst vel með þessu. Svo finnst mér líka skrýtið hvað Bandaríkjamenn eru eftir á á sumum sviðum. Ávísanir eru til dæmis alveg málið hérna og netbankar eru til staðar en samt frekar óvirkir og það kostar að millifæra á milli reikninga, þá er ég ekki að tala um á milli landa. Í dag þá kom upp annað svona skrýtið atvik og það eru þessar risaútsölur þar sem allir verða vitlausir.... þær byrjuðu klukkan FIMM Í MORGUN!!!!! og ekki nóg með það heldur bíður fólk fyrir utan í röð í skítakulda í fleiri fleiri klukkutíma til að komast á útsölurnar áður en það opnar. Ég held að maður eigi bara að vera feginn ef enginn slasast eða verður veikur í þessum hamagangi. Ég lét það nú vera að fara á þessar útsölur. En þrátt fyrir þetta líður mér bara vel hérna og hef ekkert út á fólkið sem ég umgengst að setja.
Annars þá má byrja að spila jólalögin á morgun og ég á að vera að skrifa ritgerð en það gengur eiginlega bara afturábak það gengur svo hægt.
p.s. má skrifa skrýtið bæði með einföldu og y? Það er svona púka-stafsetningarforrit á blogginu og það gerir enga athugasemd hvort sem ég nota í eða ý.
Athugasemdir
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!!!!!!!!
og já skrítið má líka skrifa skrýtið ;)
Bestu kveðjur frá mér, Auður Agla
Auður Agla (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 10:02
Til hamingj með daginn elsku Gróa mín!:D
eygló dóra (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 13:29
Innilega til hamingju með afmælið elsku Gróa mín! Vona að þú njótir dagsins og getir tekið smá pásu frá ritgerðinni til að gera eitthvað skemmtilegt.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 24.11.2007 kl. 14:03
Til hamingju með afmælið!! Hafðu það súpergott í dag :) Vonandi færðu marga pakka og í það minnsta súkkulaðiköku ;)
Kveðja frá Fróni,
Ólöf
Ólöf (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:30
Til hamingju með afmælið :)
Guðrún (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:45
elsku gróa, til hamingju með afmælið þitt í gær :)
bestu kveðjur frá berlín,
elfa (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 09:07
Elsku Gróa!
Til hamingju með afmælið i gær elsku frænka!
Hlakka til að sjá þig um jólin:)
júlía frænka (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 10:28
Til hamingju með afmælið!
Sigurjón gleymni (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:15
Elsku Gróa
Gaman að sjá að þú ert ekki alveg hætt að blogga, við vorum að rifja það upp að þú ert ekki búin að vera heima hjá þér á afmælinu þínu í síðustu tvö skipti. Skrítið að halda ekki veislu 24. nóvember með "hele hubben", þar sem allir mæta.
Ástarkaveðjur frá okkur öllum í Foldamáranum og Vesturgötunni að sjálfsögðu!!!
Mamma. pabbi. Júlli, Stefanía og Þórunn Vala
mamma (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:09
Hæ sorry hvað ég er alltaf sein að taka við mér :)
til hammó með ammó sæta mín!
hvernær er svo skipulögð för heim?
bara svo þú vitir það, þá hef ég lagt hald á rauðu gigg möppurnar. Sorry en þetta eru bara lífsnauðsynlegar möppur :p.
ætlaði að vera búin að skila þeim fyrir löngu en það kemur alltaf eitt og eitt kvartett gigg og ég hef það ekki í mér að skila þeim strax :p
ekki eins og þú saknir þeirra eitthvað en mamma þín heldur kannski að ég ætli bara að halda þeim til eilífðar híhíhí.
Svo hef ég núna ástæðu til að koma til þín þegar þú kemur heim... sem verður hvernær?
En já eitt, útsölur og afsláttur eru trúarbrögð í bandaríkjunum. Þeim er alveg sama ef þeir fá smá lungnabólgu af því að standa úti í nokkra tíma svo lengi sem þeir fá afslátt af peysunum eða bara einhverju hahahaha
Afsakaðu blaðrið í mér :)
hef bara ekki talað við þig svo lengi :)
Geirþrúður seina seina seina (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.