Blogg á nýju ári

Jæja þá er fyrsta vikan í skólanum búin og allt er komið á fulla ferð. Það eru hljómsveitartónleikar í strax næsta föstudag þar sem við höldum minningartónleika um tenórinn Jerry Hadley. Það er reyndar alveg hundleiðinlegt að æfa fyrir þessa tónleika ef ég á að vera alveg hreinskilin. Það gengur alveg svakalega hægt af einhverjum ástæðum og svo er þetta líka svolítið samhengislaust að vera að spila svona eina og eina aríu úr fullt af verkum og söngvararnir eru ekki komnir því það eru atvinnumenn. Vinir Hadley.

Annars þá fórum við Gunnhildur á tónleika á miðvikudaginn þar sem Pinchas Zuckermann spilaði Bruch-fiðlukonsertinn með Royal Philharmonic og svo var líka spilað Elgar serenaða og Tchaikovsky nr. 4. Ég var reyndar ekkert sérstaklega hrifin af Tchaikovsky sérstaklega ekki fyrsta kaflanum en hitt var mjög flott. Svo skelltum við okkur á ballettsýningu með St. Petersburg ballettinum í gær og ég verð að játa að það er í fyrsta skipti sem ég fer á ballettsýningu. Þau voru með uppfærslu á Carmen og ég skemmti mér mjög vel. Ég hef alveg svakalega lítið vit á þessu en mér fannst dansararnir mjög flottir en mér fannst þau reyndar ekki alveg nógu trú sögunni sem var í prógramminu. Það dóu miklu fleiri en í prógramminu.

 Núna er 15 stiga frost og það á víst að vera eins og að fara út í 25 stiga frost út af vindinum. Mér finnst ekkert sérstaklega spennandi að fara út ef ég á að vera alveg hreinskilin en ég held ég láti mig nú samt hafa þð ég á svo fínan vetrarfatnað;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin út í kuldann :)

Hér er alla vega 5 stiga hiti, bara svona ef þú vildir vita það ;)

ég hef einmitt einu sinni farið á bellt, Tjækovskí rómeó og júlía og skemmit mér bara mjög vel! Þægilegt að hafa e-ð annað en potandi hljómsveitarstjóra að horfa á ;) 

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband