þri. 29.1.2008
Smá pælingar.....
Hvernig er hægt að spara með því að taka lækninn af neyðarbílnum og samt bæta þjónustuna? Verður ekki þjónustan bætt með því að setja lækninn inn á bráðamóttökuna og vinnur hann ekki bara þar í staðinn? Hvar er þá sparnaðurinn? Eða verður læknirinn ekki settur inn á vaktir á spítalanum og hvar er þá bætt þjónusta?
Ég verð að viðurkenna að þótt mér hafi fundist þessi meirihlutaskipti í borginni mjög vafasöm og flott að mótmæla því þá fannst mér mótmælin algjörlega fara úr böndunum og missa marks. En ég verð samt að segja að ungliðahreyfing sjálfstæðisflokksins er bara alls ekki skárrri þegar þau (reyndar í öllum tilfellum sem ég hef séð "þeir") hertaka álagningarskrárnar í byrjun ágúst svo enginn kemst að þeim þó fólk eigi rétt á því samkvæmt lögum. Mér finnst það ekkert minni skrílslæti en þau sem viðhöfðust í Ráðhúsinu á fimmtudaginn.
Ég tek það fram að ég var að vinna á skattinum en ekki að bíða eftir að komast í skrárnar en ef fólk vill skoða skrárnar þá finnst mér það bara fínt því ég er á móti launaleynd.
.......Bara að pæla.....
Athugasemdir
Vá hvað ég er sammála! Þetta er bara eins og talað út úr mínum munni...
Auður Agla (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:33
Við Gunnar ræddum þetta einmitt framog til baka með meirihluta draslið þarna um daginn.
veit ekki ennþá hvað maður á að halda
Geira (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:45
Held að það eigi bara að vera jafn margir læknar á slysó/bmt og hafa verið, það eigi semsagt einn þeirra að fara ef vantar lækni með bílnum... Veit ekki alveg hvort ég fer rétt með en mér finnst þetta ekki gáfulegt.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 14:57
Hvar er þá bætt þjónusta?
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:32
Veit ekki...
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.