þri. 31.10.2006
Þýskt símanúmer
Ella Vala var svo góð að fara með mér að fá mér þýskt símanúmer í dag... en það gekk nú ekki alveg þrautarlaust fyrir sig. Við fórum í símabúðina og báðum um fyrirframgreitt símakort og afgreiðslukonan bað um símann minn svo hún gæti athugað hvort hann tæki kortið. Ég rétti henni símann og hún setti kortið í. En síminn minn gat ekki lesið það:( Við urðum nú mjög hissa því síminn minn á ekki að vera læstur eða neitt þannig svo við fórum út og ákváðum að prófa Ellu Völu kort í minn síma.... og viti menn það bara svínvirkaði!!! Svo við fórum auðvitað aftur í búðina og sýndum annarri konu símann. Það hafði nú ekkert upp á sig því þessi kona vinnur greinilega bara við það að segja manni hvar maður á að bíða svo við héldum bara áfram að bíða. En þegar loksins kom að okkur þá sýndum við afgreiðslumanninum símann og hann varð nú mjög hissa á þessu. Hann hringdi í annan mann og komst að því að það er komin önnur kynslóð af sim-kortum þar sem neminn er aðeins ofar en á gömlu kortunum!!! Ef þetta er nú ekki sölutrykk í lagi þá veit ég nú bara ekki hvað. En hann kom þá með annað kort og prófaði það og það virkaði:) En hann var nú samt ekki alveg tilbúinn að gefast upp á nýju kynslóðinni og setti það aftur í og þá virkaði það líka. Ég bara skil þetta ekki.... en ég er allavega komin með þýskt númer sem er +49(0)15152028509:)
Ég fór líka að skoða æfingarherbergið mitt og það er nú bara fínasta herbergi:) Ekkert vesen þar;)
En það var nú ekki meira í bili...
Athugasemdir
Hæ Gróa!
Gaman að þú ert komin með blogg :)
Vertu nú bara dugleg að nota það væna ;)
Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 12:20
Ég skal reyna ;) hvernig fannstu mig?
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 1.11.2006 kl. 13:48
Hæ Gróa :) Gott að geta fylgst með þér. Ef þér er sama ætla ég að bæta þér við á tenglalistann minn ;)
Ólöf (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 17:18
já gerðu það:)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 1.11.2006 kl. 19:35
Vissi að þú ætlaðir að byrja að blogga og sá tengilinn á síðunni hennar elfu :)
Guðrún (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.