sun. 5.11.2006
jæjajæja
jæja þetta er búin að vera ótrúlega viðburðarík helgi það sem af er. Ég fór í fiðlutíma a föstudaginn og mér líst alveg rosalega vel á kennarann minn:). Svo fórum við Elfa og keyptum okkur hjól og síðan bakaði ég svakafínar kúmenbollur og svo enduðum við daginn á því að fara i matarboð til Helga og Hrannar. Í gær skelltum við okkur í IKEA og vorum þar í 4 tíma að versla og við keyptum fullt af og finum vörum. Við vorum samt mjög skynsamar og keyptum bara það sem er nauðsynlegt... nema ég missti mig aðeins í púðakaupum:Þ en púðarnir eru líka æði;)
Núna sit ég bara í rólegheitum upp í rúmi (með alla púðana) og slaka á:) Planið er samt að fara að æfa sig og baka aftur kúmen bollur...mmmm;)
Núna sit ég bara í rólegheitum upp í rúmi (með alla púðana) og slaka á:) Planið er samt að fara að æfa sig og baka aftur kúmen bollur...mmmm;)
Athugasemdir
Hæ pæ Lalli hér, líst vel á þig í Fríborginni! (á ég að bæta við að nýja hjólið mitt kosti 100.000kall m öllu?) Hvað er málið með alla í IKEA þessa dagana? Held að ég hafi ekki hitt neinn eða lesið neitt blogg nema viðkomandi hafi verið að koma úr IKEA og annaðhvort "love it" eða "hate it" (Ich Kriege' Ein Anfall eins og það útleggst á þýsku, er einmitt í Karlsruhe hjá stóru sys)
Lára Bryndís (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 18:30
Mig langar í kúmenbollur... ;)
Gunnhildur (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 19:34
Við bökum bara saman um jólin
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 6.11.2006 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.