mið. 8.11.2006
hjólihjólihjóli (syngist við "kanntu brauð að baka")
Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg að hjóla síðan ég fékk mér hjól. Nú hjóla ég bara um allt og verð örugglega með svaka lærvöðva þegar ég kem heim um jólin :Þ. En ég held að hjólafólk hér í Freiburg haldi stundum að það megi bara gera hvað sem það vill í umferðinni og á hjólastígunum eins og það sé bara ódrepandi og eigi göturnar. Auðvitað ekki allir. Inn á milli er svona fólk eins og ég sem er að sjálfsögðu mjög kurteist og tillitsamt og kann að haga sér í umferðinni;) En sumir hjóla bara á miðri götunni og í dag var ég að hjóla á hjólastíg og lenti ítrekað í því að tveir til þrír voru að hjóla samsíða á móti mér og þeir voru ekkert á því að fara í einfalda röð þó einhver komi á móti. Þetta sleppur nú kannski alveg þegar það eru tveir en þrír er nú of langt gengið. Ég kannski á góðri ferð og þarf svo bara að bremsa niður í ekki neitt til að komast framhjá án þess að klessa á. Ég held samt að ég verði bara að lifa með þessu ;) En það er nú samt gott að geta verið á hjóli, fínasta líkamsrækt:) ....og að sjálfsögðu fer ég mjög varlega:)
Athugasemdir
einhvernvegin fannst mér setning númer 3 alveg geta átt við mig... veit ekki hvað var með þessa 3 hjólagaura.. en hjólafólk á allavega forgang á bílana :D mér finnst það bara fínt.. allvega meðan maður er ekki sjálfur á bíl!
meðleigjandinn (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 09:08
Hæ Gróa, var að finna bloggið þitt. Gaman að fá að fylgjast með og ég ætla að setja tengil inn á þig á minni síðu
. Nú þarf Þórunn bara að gerast bloggari líka.... humm sé það gerast 
Kær kveðja frá Köben,
Regína www.blog.central.is/reginaunnur
Regina (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 10:28
Bara setja upp stranga svipinn og hringja bjöllunni hátt og skýrt!...ég hef aldrei notað bjölluna á hjólinu mínu :Þ kann bara ekki við það þó að hjólastígurinn sé kannski fullur af gangandi vegfarendum...
Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 08:39
Ég hef sko notað bjölluna á mínu hjóli, þó að ég hafi aldrei hjólað í útlöndum... Fólk er nebbla ekkert betra með þetta hér heima, hvorki gangandi eða hjólandi. Oftast nota ég nú bjölluna til þess að láta gangandi vita áður en ég bruna framhjá svo fólkið fái nú ekki hjartaáfall
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 11.11.2006 kl. 15:18
Hah, ég fer allra minna ferða hjólandi og ég skal segja þér það að ég hika aldrei við að nota bjölluna! Reyndar aðeins ef kem aftan að fólki, hef ekki lent í því að fólk víki ekki úr vegi þegar það sér mig. Þá myndi ég sennilega bara halda áfram og svo ef ég þarf að snarhemla myndi ég láta fólk heyra það!

Annars verðurðu komin ekki aðeins með hörku lærvöðva heldur líka ofur-rass
Urrandi stuðkveðja, Baldvin
Baldvin Einarsson, 13.11.2006 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.