Mozart-Requiem

Já nú er ég að fara að taka þátt í flutningi á Requiem eftir Mozart í annað sinn á árinu. Í fyrra skiptið söng ég það með Hamrahlíðarkórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands en nú ætla ég að spila með Freiburger Bachchor og Bachorchester. Tónleikarnir eru á laugardaginn í Konzerthaus í Freiburg:) Við erum búin að vera að æfa síðan á þriðjudaginn og það tók mig nú smá tíma að byggja upp æfingaþol því kvöldæfingarnar eru þrír og hálfur tími sem var bara hálftíma of mikið fyrir mig svona til að byrja með. Annars er það alveg ótrúlegt með þennan stjórnanda. Honum hefur tekist að minna mig á Gunnar Kvaran, Bernharð Wilkinson, Gunnstein Ólafsson og Þorgerði Ingólfsdóttur. Hann hefur takta frá þeim öllum eins og þau eru nú ólík. Eða kannski er þetta spurning um sálfræðigreiningu á mér :/ Annars tókst mér að misstíga mig a báðum fótum í dag og mér er ennþá illt í öðrum fætinum svo ég hjólaði nú ekki mikið í dag heldur tók bara strassenbahn á æfingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úúú!

má ég vera með??? 

Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 08:40

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Það hefði nú verið gaman:) Basúnuleikararnir spila á barokkbásúnur;)

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 10.11.2006 kl. 13:14

3 identicon

Gaman væri nú að vera með ykkur í Freiburg og hlusta á Requiem.

   Nú er orðið jólalegt skal ég segja þér, það gengur á með snjóbyljum og henni systir þinni finnst það nú ekki leiðinlegt, er alsæl með þetta. 

Ástarkveðjur að heiman

mamma (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 16:53

4 identicon

þú ert bara dugleg að blogga,líst vel á þig!

eygló dóra (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband