Frau Strangfeld

Ég fór og hitti Frau Strangfeld í dag. Ég leigi af henni æfingaaðstöðu. Hún er alveg voðalega mikil pæja. Að sjálfsögðu fór allt fram á þýsku, fyrst talaði ég við hana í símann í gær(á þýsku) og við ákváðum að ég myndi hitta hana í dag sem ég gerði. Þetta gekk nú allt bara ljómandi vel og hún skildi mig alveg og ég hana þangað til að hún vildi endilega að ég tæki kaffibollann hennar Ellu Völu með mér heim (Ella Vala leigði af henni aðstöðu þangað til núna) en ég var á hjóli svo ég var hrædd um að ég myndi reka töskuna mína í og brjóta bollann svo ég vildi heldur skilja hann eftir. Ég reyndi að gera mig skiljanlega en hún horfði bara á mig eins og ég væri alveg stórskrýtin svo ég gafst upp og tók bara bollann. Shocking En allt annað komst til skila.Wink Annars er nú bara sumar hérna í Freiburg, 20 stiga hiti og fínerí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Hljómar eins og þú sért nú bara ansi klár í þýskunni! Ekki hefði ég komist svona langt (enda kann ég ekki þýsku...).

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 15.11.2006 kl. 23:01

2 identicon

Ótrúlega dugleg Gróa! Annars held ég að hún hafi svosem ekkert átt í vanadræðum með að skilja það sem þú sagðir um bollann, hefur bara ekki skilið af hverju þú varst að hafa áhyggjur af því að brjóta bollann þó þú værir á hjóli ;)

Guðrún (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 08:20

3 identicon

Hæ elskan

Þú segir að það sé 20 stiga hiti í Freiburg, hér 6 - 10 stiga frost og rok, 10 - 15 m/sek.  Getur þú ýmindað þér.  Ég, Júlli og Stefanía vorum í Smáralindinni að kaupa húfur og vettlinga.  Júlli fékk sér loðhúfu, sem Stefaníu fannst einstaklega ósmekkleg, mér fannst hún flott og ekkert smá hlý.  En við fundum enga húfu á Stefaníu sem henni líkaði.  En hún á húfu sem betur fer sem hún getur sætt sig við.  Það eru mörg ár síðan ég man eftir svona kulda.  Það gerir þetta rok.

Ástarkveðjur

Mamma 

mamma (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 18:30

4 identicon

hæhæh

stefanía hér þaðp er brjálæðislega kalt úti ég er að fara til thelmu því mamma og pabbi hennar eru að fara í  bío veit ekki hvað þau eru að fara að sjá ég get ekki beðið þangað til þið komið heim elska þig sjáumst eftir nokkrar vikur

þin systir stefanía 

Stefnía systir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 18:56

5 identicon

Það hlýtur að vera mjög "ójólalegt" hjá ykkur í þessum hita. 20 stig er alltof mikið í nóvember.....

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband