fim. 16.11.2006
Skriffinska
Nú er ég loksins búin að melda mig inn í Freiburg. Ég hélt að það yrði mikið mál en það gekk bara mjög smurt fyrir sig og allir sögðu bara já fínt og gjörðu svo vel
. Við bjuggumst líka við löngum röðum svo við vorum farnar út fyrir átta í morgun svo við þyrftum ekki að bíða of lengi (ég hef ekki vaknað svona snemma í langan tíma, enda lagði ég mig þegar ég koma aftur heim
) en svo var bara engin röð
. Svo fékk ég þrjú bréf í dag og þau voru öll frá Deutche Bank og ég á von á fleirum. Það er nú meira en að segja að að opna einn bankareikning. Maður þarf sko að panta tima, það er sko alls ekki hægt að mæta bara. En þegar ég kom í fyrra skiptið þá könnðust þau bara ekkert við nafnið á manninum sem ég átti að hitta svo ég varð bara að fá nýjan tíma. Núna á ég samt bankareikning og bankakort en það er samt bæði ónothæft sem stendur því ég þarf að fara með staðfestinguna á því að ég sé búin að skrá mig inn í borgina. Stefni á að gera þetta á morgun. Annars fórum við Elfa á vortragsabend (nemendatónleikar) hjá kennaranum hennar Elfu í kvöld og það var mjög skemmtilegt og allir spiluðu mjög vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.