mán. 20.11.2006
Að versla
Það er nú alltaf jafn gaman að fara að versla í matinn hér í Freiburg. Það kemur mér nefnilega alltaf a óvart hvað það er ódýrt hérna. Ég fór áðan og keypti tvö brauð, tvær mjólkurfernur, ávaxtasafa, tómata, tvær túnfiskdósir, jógúrt og oststykki og það kostaði 9,80 Evrur. Heima kostar nú bara eitt oststykki 500 krónur svo þetta er nú aldeilis munur.
Annars þá er byrjað að kólna aðeins svo Sigurjón getur tekið gleði sína fyrir mína hönd í sambandi við jólastemmningu, þó ég búist nú ekki við að fá snjó. Og nú fer að styttast í afmælið mitt
Athugasemdir
Hæ, var alveg búinn að klúðra að uppgötva þetta blogg þar til nú.. (Fattaði núna að adressan stóð í kommentunum mínum; smá tregur).
Gaman að heyra að þér líkar vel í Freiburginni (Er geðveikt öfundsjúkur út í Requiem-gigið). Er ekki svo bara jólabarokk í fríinu? Það finnst mér alla vega.
Haltu áfram að blogga, gaman að fylgjast með.
Ernir (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 13:31
Jú það verður að vera jólabarokk ....ég er nú samt ekkert byrjuð að skipuleggja það en er búin að hugsa fullt um að fara að skipuleggja
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 21.11.2006 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.