Ég á afmæli

Samkvæmt þýskum tíma á ég afmæli í dag því klukkan er orðin 12 á miðnætti en ég á tæpan klukkutíma í að afmælisdagurinn minn renni upp a ÍslandiSmile Svo núna er ég er 23 á Íslandi en 24 í Þýskalandi....bullibullibulli..... en allavega þá held ég af stað til Berlínar í heimsókn til Þórunnar og allra hinna Berlínarbúanna  í fyrramálið, það verður gamanWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Af því að samkvæmt ísfirskum tíma áttu afmæli eftir hálftíma þá ætla ég að óska þér til hamingju núna! Innilega til hamingju með afmælið Gróa mín og njóttu dagsins í Berlín  (mynd af mér að syngja afmælissönginn... og ég er víst að vanda mig...)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 23.11.2006 kl. 23:30

2 identicon

Til hamingju! Og goda skemmtun i Berlin! :)

Arni Heimir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 06:47

3 identicon

Til hamingju með afmælið elsku Gróa! 

Gunnhildur (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 06:51

4 identicon

Til hamingju með afmælið! Hafðu það súpergott og fáðu þér Berlínarbollu í tilefni dagsins, híhí

Ólöf (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 10:13

5 identicon

Til hamingju med daginn!

Ernir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 13:16

6 identicon

Elsku Gróa Margrét okkar

Fyrir 24 árum síðan fæddist lítil dama kl. 22.22. hún var 1200 gr. og 37 cm. að lengd.  Strax frá fæðingu var hún  ótrúlega skýr og spræk, horfði  í kringum þig og var greinilega að byrja að átta þig á heiminum þó smá værir.  Það byrjaði að snjóa á meðan á fæðingunni stóð og þvílíkt fannfergi sem fylgdi á eftir, en blanka logn, ótrúlega fallegt kvöld.  Svona voru nú fyrstu klukkustundirnar í þínu lífi.

Á meðan ég var á skurðstofunni þá sat pabbi þinn í hóp ófrískra kvenna á meðgöngudeildinni á Lsp og horfði á Dallas, sem var aðal hittið þá.  Ásta og Brynja tóku sig til og fundu út hvað 1200 gr. væri þungt í súpudiskum.  Þú vógst tvo súpudiska úr stellinnu hennar Ástu frænku þinnar.  Amma Tóta hringdi útum allan bæ og bar út fagnaðarerindið um fæðingu fyrsta barnabarnsins. 

Elsku Gróa Margrét okkar innilega til hamingju með daginn þinn, megir þú njóta hans með systur þinni í Berlín og öðrum vinum þínum elsku gullið okkar við hugsum til ykkar.  Þín Mamma, pabbi, Júlli og Stefanía.

p.s. Biðjum að heilsa öllum sem við þekkjum í Berlín

mamma, pabbi, Stefanía og Júlli (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 16:38

7 identicon

við fengum (eða ég í þessu tilfelli.... ) kvörtun frá leidindarnágranna í dag! leiðindaríbúð þessi á ská fyrir neðan okkur...

elfa (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 22:02

8 identicon

Hey! til hamingju með afmælið í gær!

eygló dóra (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 17:15

9 identicon

Til hamingju með afmælið um daginn, vonandi áttir þú góðar stundir með Berlínarbúum.

Erla (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband