mið. 29.11.2006
1. Berlín, 2. Staufen, 3. Jólabarokkgleði, en ég ætla að byrja á að þakka fyrir afmæliskveðjurnar:)
Ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að byrja þegar ég byrjaði að skrifa þessa færslu því ég hef frá svo mörgu skemmtilegu að segja (finnst mér allavega) Ég held ég byrji bara á að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar og gjafirnar... Takk fyrir mig Ég veit að þetta er soldið langt en fólk getur þá bara sleppt að lesa það sem það nennir ekki að lesa... þetta er allavega mjög skipulagt.
1. Berlínarferðin var æði í alla staði. Íbúðin hjá Þórunni, Hrafnhildi og Höllu er æðislega sæt og kósý. Þær héldu afmælisveislu fyrir mig á föstudaginn þegar ég kom og við borðuðuum heimagerða pitsu (að sjálfsögðu) og súkkulaðiköku í eftirrétt og Guðný Þóra og Dísa komu í heimsókn. Á laugardeginum vorum við túristar og skoðuðum Brandenburgarhliðið og minnisvarðann um gyðingaofsóknirnar og svo fórum við á Potsdamerplatz og enduðum á því að fara í bíó (með ensku tali og engum texta) á James Bond og ég bara mæli með henni fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá hana hún er mjög skemmtileg. Við voru nú í algjöru letistuði á sunnudeginum en fórum á markaðinn í hverfinu hennar Þórunnar og ég keypti þrjú plagöt til að hengja á vegginn hjá mér (þau koma bara vel út). Á mánudaginn fórum við á ku-damm og slæptumst þar. Æðisleg ferð í alla staði og takk fyrir mig. Já svo keypti ég Grafarþögn á þýsku og nú þarf eg bara að ráðast í að fara að lesa.
2. Í dag fór ég að hitta fiðlusmið í Staufen. Það tekur hálftíma að komast þangað en ég tók samt tvær lestar og einn strætó. Þegar ég var komin í fyrstu lestina og leit á ferðaáætlunina þá sá ég að ég hefði bara 4 mínútur til að skipta um lest í Bad Krotzingen og ekki nóg með það heldur þá kæmi ég út á gleiz 2 og þyrfti að fara alla leið á gleis 12 til að skipta!!! Og það í Bad Krotzingen sem enginn hefur heyrt um og hvað var svona stór lestarstöð að gera þar???? Ég fékk nú smá stresskast um að þetta myndi nú ekki nást því ég var í regiolest sem eru mjög oft of seinar. Svo þarna sat ég með hnút í maganum um að missa af næstu lest og næstum komin með magasár af stressi og svo þusti ég út úr lestinn... þá voru bara þrjú gleis, nr. 1, 2 og 12!!! Ég er ekki enn búin að fatta af hverju..... Restin gekk vel ég prófaði eina fiðlu en ég var ekkert svo hrifin en hún var ekki ný og mig langar að prófa alveg nýjar fiðlur frá þeim því þær eru soldið góðar. Ég er allavega komin á biðlista.
3. Við ætlum að að halda jólabarokkgleði eins og um síðustu jól á milli jóla og nýárs. Öll skipulagning er á byrjunarstigi en við spilum a.m.k. alveg pottþétt jólakonsertinn e. Corelli og svo eitthvað fleira skemmtilegt. Við æfum bara örfáum(er það orð?) sinnum og svo spilum við einu sinni fyrir þá sem vilja hlusta en það eru ekki tónleikar, bara skemmtilegheit. Þeir sem vilja vera með mega endilega láta mig vita og ég ætla að reyna að búa til hliðarsíðu og tengil þar sem ég hef lista yfir þá sem vilja vera með. Þetta er engin kvöð bara gaman.
.....Þá er það bara ekki meira í bili....
Athugasemdir
Ég er búin að gera tenglalista og allir sem vilja mega vera með (ef þeir geta spilað jólakonsertinn)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 29.11.2006 kl. 19:36
Gaman að gamninu í Berlín hjá þér (/ykkur).
Jólaspil, gaman!, alltaf ertu skipulagssnillingur. Ég skal tékka á nótum líka (á allavega nýárspolkatónlistina (vínar), ef skyldi vera stemning fyrir því). Svo er ábyggilega velkomið að æfa heima hjá mér, ef er vilji og/eða þörf á.
ernir (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 20:11
Nákvæmlega, ég skildi heldur aldrei hvað var málið með Gleis 12! hehe, en já... þetta var líka fyndið ferðalag hjá mér, plús að gaurinn býr ekki einu sinni í Staufen heldur í enn öðru smáþorpinu þar rétt fyrir utan! En voða var fallegt þarna samt... :)
Ég vil endilega fá að vera með í barrokkinu um jólin. Hlakka til að sjá þig heima á klakanum!
Helga Þóra (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 11:27
Ég vil vera með!
eygló dóra (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 16:11
ég vil líka vera með, ef ég mávera full á a.m.k. einum tónleikum. djók. :) ég vil samt vera með :D
tootie
tóta víóla (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.