Langt síðan síðast

Og margt hefur gerst í millitíðinni. Tónlistarhátíð unga fólksins er án efa einn af mörgum hápunktum sumarsins hjá mér. Frábært námskeið í alla staði. Sibbi er auðvitað frábær og svo spillti ekki fyrir að vera í góðum kvartettSmile. Reyndar held ég að það hefði ekki skipt máli með hverjum ég hefð lent í kvartett því andinn í hópnum sem var á námskeiðinu var bara svo góður svo ég held að allir hefðu getað unnið með öllum. Svo voru Ysaye tónleikarnir líka skemmtilegir þar sem við spiluðum allar Ysaye sónöturnar. Ég er mjög glöð að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessum tónleikum. Núna er ég komin út til Champaign og skólinn er bara byrjaður. Hljómsveitarprufuspilið er búið og að gekk bara ágætlega. Við byrjuðum að æfa í dag. Prógrammið er Schostakovich sinfónía nr. 5 Rachmaninov píanókonsert nr. 1 og verk eftir Steven Taylor sem er kennari í skólanum.

Jæja þetta verður ekki lengra í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað sumarið hefur verið fljótt að líða. Og þú bara komin aftur út! Gott að við gátum verið duglegar að hittast í sumar. Hafðu það súpergott!

kv.Ólöf 

Ólöf (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:10

2 identicon

Hæ hæ elsku Gróa mín!!!  Gott að vita að allt gengur vel  hjá þér og allt byrjað á fullu. Palli ,Erla og Gísli láta vel að sér í útlöndum. Ég og Binni erum að taka til á heimilinu og í stöðugum msn skrifum.  Gangi þér rosalega vel elsku Gróa mín, með allt saman í henni Ameríku. Love love frá mér til þín !!!!   !!!!

Brynja frænka (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:56

3 identicon

Elsku Gróa bestasta stelpan
Ég vissi ekki að þú værir byrjuð að blogga, frábært. 
Bíð spennt eftir DAGLEGU bloggi frá þér elskan (fékk hintið...)
Allir hressi hér.  Gangi þér sem allra best  í tónlistinni og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur
Ástarkveðjur  
Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 18:55

4 identicon

Þú ert ekki búin að vera eins dugleg að blogga og ég!!!! En til hamingju með konsertmeistarastöðuna elsku besta sys!!! Ég er stolt af þér.

Elska þig!

þín Tósla

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

já Ólöf sumarið var sko mjög fljótt að líða og ég er ekkert smá glöð hvað þið eruð duglegar að skipuleggja hittinga því annars virðist það oft fara forgörðum hjá mér að hitta alla yndislegu vinina mína. Takk fyrir kveðjuna Brynja og það er frábært að allir krakkarnir eru ánægðir með lífið í útlöndum. Mamma ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga Þórunn ég er sko líka ekkert smá stolt af þér :)

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 1.9.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband