sun. 31.8.2008
Vegna fjölda áskoranna.....
Hef ég ákveðið að reyna að vera duglegri að blogga.... helst eitthvað á hverjum degi (sjáum hvernig það á eftir að ganga). Ég hef Þórunni allavega til að halda mer við efnið hún er svo dugleg að blogga í Hollandi. Í gær spilaði ég í stysta brúðkaupi sem ég hef farið í. Það tók allt í allt 20 mínútur. Hefðin hérna er að spila bara á meðan eitthvað er að gerast (t.d. einhver að labba inn t.d. blómastúlkur, foreldrar, brúðarmeyjar, brúður) og maður á alls ekkert að vera að spila allan kaflann eða allt verkið heldur bara stoppa í miðjunni þegar brúðhjónin eru búin að kveikja á kertunum eða ömmurnar eru búnar að setjast og spila svo byrjunina á næsta verki. Svo við spiluðum bara eitt lag i gegn og það var áður en að athöfnin byrjaði. Mjög fyndið finnst mér. Tónlistin er sem sagt algjörlega bakgrunnur.
Á morgun er svo frí í skólanum svo það er löng helgi.... gefur mér meiri tíma til að læra Schostakovich
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.