þri. 9.12.2008
Til hamingju með afmælið elsku mamma
Hún mamma mín á afmæli í dag (8. des) Það er ennþá áttundi des. hjá mér og ég var bara að koma heim úr skólanum og gat ekki skrifað þessa færslu fyrr. Stundum hugsa ég hvað ég er ótrúlega heppin að eiga svona frábæra foreldra. Þau eru algjör gull. Þau eru alltaf til í að hlusta á mig og bera virðingu fyrir mér og mínum skoðunum. Eru alltaf til staðar til að aðstoða mig í öllu sem ég þarf. Alltaf jákvæð og sjá aldrei vandamál bara lausnir á öllu. Svo eru þau líka bara svo frábærar manneskjur og miklir vinir barnanna sinna. Já ég hef sko margt að þakka fyrir og gleðjast yfir. Til hamingju með afmælið elsku mamma megi framtíðin verða blómum stráð.
Athugasemdir
Hæ hæ elsku Gróa mín ! Það er aldeylis falleg kveðjan þín til mömmu þinnar. Enda hverju orði sannara. En vonandi leikur lífið við þig Gróa mín. Það verður gaman á sunnudaginn!!! Svo eru Erla og Binni að koma á eftir . Hafðu það sem allra allra best . þín frænka Brynja
Brynja frænka (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:17
Elsku hjartans Gróa mín
Ég fer nú bara að gráta þegar ég fæ svona fallega kveðju elsku stelpan mín og verður mér orðavant sem skeður nú ekki oft.
En þið börnin okkar eru svo yndisleg og vel að guði gerð og fær maður það aldrei fullþakkað. Hlökkum svo mikið til að fá þig heim. Elskum þig óendanlega
Þín mamma og pabbi
mamma afmælisstelpa (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:15
Hæ Gróa. Gat ekki annað en skilið eftir skilaboð hér og tekið undir orð þín. Foreldrar þínir eru frábærir, ekki bara vinir banranna sinna heldur vina þeirra líka. Alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar. Til hamingju með mömmu þína um daginn.
Kv. Erla J.
Erla J (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:26
Já er svo sannarlega alveg sammála þér foreldrar þínir eru gull af manni.
Skilaðu kveðju til þeirra frá mér.
Óska þér og þínum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best.
Kær kveðja frá danaveldi Erla og Ásdís Birna
Erla Stefania (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.