Langt ferðalag

Jæja þá er ég komin aftur til Champaign. Ferðalagið var samt lengra en ég hafði gert ráð fyrir. Ég lagði af stað upp úr tvö út á Keflavíkurflugvöll á þriðjudaginn. Flugið var nokkurn veginn á áætlun en hins vegar var svo mikill mótvindur að við vorum næstum 6 tíma á leiðinni. Ég kom mér til Vince og Joönnu með tösku með bilað hjól og fiðluna og tölvutöskuna. Þau tóku auðvitað alveg svaka vel á móti mér en ég var reyndar frekar lúin út af tímamismuninum svo ég var sofnuð fyrir tíu. Svo á miðvikudaginn þá ætlaði ég að fara út á flugvöll og vera komin þangað um hálf-ellefu til að ná flugi klukkan hálf eitt en fyrir rælni þá athugaði Vince statusinn á fluginu og við sáum að því hafði verið aflýst. Ég hringdi í flugfélagið og þeir sögðu mer að ég væri bókuð í flug klukkan 14:15. Svo ég lagði af stað út á flugvöll um ellefuleytið og var komin þangað um tólf en komst þá að því að fluginu hafði verið seinkað um klukkutíma út af vondu veðri í Chicago. Svo ég beið bara róleg þangað til að ég tók eftir því á skjánum við flughliðið að fluginu hafði seinkað um annan klukkutíma. Það þýddi að ég það var mjög tæpt að ég myndi ná lestinni sem ég ætlaði að taka og var síðasta lestin til Champaign þann dag. Það var reyndar ein rúta svo ég druslaðist með allt draslið mitt út á rútustöð á flugvellinum til að komast að því að þeir seldu ekki miða í þessa rútu maður yrði að kaupa miða á netinu og prenta hann út eða fara á sérstaka sölustaði. Þarna var alveg útséð um að ég myndi komast til Champaign þetta kvöld svo ég fór bara á hótel. Einu lestarnar næsta dag voru klukkan 8:15 og svo ekki fyrr en fjögur svo ég hékk í Chicago frá því að ég tékkaði mig út af hótelinu og þangað til klukkan fjögur en þar sem ég var með allt draslið mitt og það var í kringum 30 stiga frost þá þorði ég ekki að vera úti með fiðluna mína svo ég beið á lestarstöðinni í fjóra tíma og tók fjögur-lestina og var komin hingað ca. þremur tímum seinna. Svolítið búin á því líkamlega. Þó að ég hafi gist á fínum stöðum báðar næturnar sem ég var á þessu ferðalagi þá er það samt eitthvað lýjandi að vera alltaf að búa sig undi að ferðast. Ég var samt alveg róleg og var ekkert að stressa mig á þessu og þetta hefði ekki verið neitt mál ef ég hefði ekki verið með svona mikinn farangur. En hér er ég nú og veðrið er að skána það er í kringum frostmark núna sem er miklu betra en það var:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin á áfangastað elsku Gróa mín !!!! Þú ert nú algjör hetja að standa í svona ferðalagi og láta ekki bara hugfallast !   Ég var að fá píanóið stillt áðan , gaman ,gaman  ! En gangi þér vel Gróa mín að spila á fiðluna og í öllu sem þú ert að gera !!!!    Þín frænka Brynja.

Brynja frænka :) (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Jiminn, "Beam me up, Scotty" hefði alveg verið málið!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:40

3 identicon

Elsku Gróa mín
Góða ferð á morgun elsku hjartað mitt og gangi þér vel í inntökuprófinu á laugardaginn.
Ástarkveðjur
Mamma

mamma (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:05

4 identicon

Haha! váá þetta hljómar eins og eitthvað djók.. Á meðan ég hefði verið eins og suðuketill þá ert þú mjúk sem lamb, ótrúlegt haha! ;P Gott að þetta fór nú allt saman vel að lokum Gangi þér ótrúlega vel elsku frænka

Erla frænka :D (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:10

5 identicon

Mega stuð hjá þér. Vona að þú hafir haft góða bók að lesa eða eitthvað annað til að stitta þér stundir. Gott að þú komst á áfangastað heilu og höldnu.

Kær kveðja Erla.

Erla J (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband