þri. 27.1.2009
Hartford
jæja þá er fyrsta inntökuprófið búið og það gekk bara ágætlega. Ég var tilnefnd í svona úrtak fyrir kammermúsíkprógram í skólanum sem heitir 20/20 svo ég spilaði aftur aðeins seinna fyrir nefnd sem velur í að prógram. Það voru þrír fiðluleikarar í dag sem komust í þetta úrtak svo ég var mjög sátt við það:) Þetta prógram hljómar mjög spennandi það eru ca. tveir strengjakvartettar í þessu og tveir blásarakvintettar og svo fleiri hljóðfæri eins og harpa og gítarar og saxafónar og kontrabassar og píanó. Það eru 15 tónleikar á ári en það spila ekki allir alltaf og það eru bæði spiluð verk sem eru svona standard eins og Schubert sellókvintettinn og líka ný tónlist og allt þar á milli. Þó það séu tveir strengjakvartettar þá spilar maður í verkum með alls konar hljóðfæraskipan en ekki endilega alltaf i kvartett. Nú er bara að krossa fingur og vona það besta ;)
Athugasemdir
Go Gróa, þú rúllar þessum shúbertum :D
Palli (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:13
Hljómar spennandi :)
Guðrú Rúts (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:44
Þetta er svaka spennó allt saman! Gangi þér rosa vel :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 29.1.2009 kl. 21:07
Til hamingju með að hafa komist í úrtakið! Gangi þér ótrúlega vel með áframhaldið elsku frænka ! kiss kiss og knús
Erla (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.