sun. 3.12.2006
Jólabarokk-ný hugmynd
Hann Kristján Kontri var að tala um að honum fyndist að það ætti að fara með svona jólaprojekt inn á elliheimili og sjúkrahús og ég er nú bara alveg sammála honum. Mig langar til að vita hvort fólk er til í svona? Þetta er aðeins meiri vinna held ég en er þetta ekki einmitt jólaandinn? En ég skil samt alveg ef ykkur finnst þetta of mikið vesen en ég vil samt tékka á þessu . Væri þá ekki bara sniðugt að spila jólakonsertinn og svo einhver jólalög? Væri of mikið að halda samt eitthvað þar sem við spiluðum fleiri barokkverk?
Nú verða allir að vera duglegir að svara og segja sina skoðun.
Ps. Þetta yrði að vera á milli jóla og nýárs því margir koma svo seint heim fyrir jólin
Athugasemdir
Sæl elskan, villtu gjöra svo vel að bæta mér á sellólistan, þótt það virðist nú ekki vanta. Ég myndi spila á víólu ef ég gæti;)
gudny (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 18:23
jábbs ég bæti þér við:)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 3.12.2006 kl. 18:34
Ég er alveg til í sjúkrahúsaferð... en hefur sendingin mín skilað sér eða var póstberinn svangur???
Gunnhildur (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 20:56
Sæl og blessuð Gróa mín. Ég var að uppgötva bloggið þitt sem er mjög dæmigert, svona mitt í prófalestri. Maður er aldrei duglegri við netráp en einmitt á þessum árstíma og svo um maí..ótrúlegt ;)
En mikið er gaman að hafa hitt á þessa síðu og geta aðeins fylgst með þér. Til hamingju með afmælið um daginn, ég mundi það og hugsaði til þín en kom því ekki áleiðis.
Gangi þér vel í Freiburg, ég mun kíkja hingað inn reglulega hér eftir. Hlýjar kveðjur frá Íslandi, Sigga (Geirs)
Sigríður Geirsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 22:22
Gunnhildur: Tak fyrir mig:) ég fékk sendinguna og nýt þess að borða súkkulaði á hverjum morgni og svo er ég búin að hengja myndirnar upp á vegg
Sigga: Hæ elsku Sigga mín . Gaman að heyra í þér líka en ert þú ekki með blogg? einhvern tíman hef ég skoðað það en ég man ekki slóðina Gangi þér vel í profunum
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 4.12.2006 kl. 10:53
Ég get skipulagt eitthvað í Hrafnistu Hafnarfirði og svo verð ég að senda þér æfingaprógrammið fyrir Ísafold svo þetta rekist ekki á. Það verður nefninlega æft í Ísafold milli jóla og nýs árs. Svo má nátturulega hafa það í huga að það þurfa ekkert alveg allir að vera með í elliheimilaspilamennskunni ef einhverjir vilja vera með en komast á ekki á "giggið" bara að það séu nokkrar fiðlur og allavega einn í hverri rödd af dýpri strengjunum. Mér dettur allavega í hug 30.des á hrafnistu hafnarfirði....einhver mótfallinn því??
Kontri (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 14:42
Ég er til í hvað sem er! fínt viðtalið þitt í þættinum hennar Auðar. Þú varst mjög sæt;)
eygló Dóra (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 23:37
ef ad tad vantar einhvern til ad syngja er ég alveg til líka
steinunn (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 17:03
Ég gerði nú bara ráð fyrir þér Steinunn mín ég bara setti ykkur Þórunni ekki inn á listann ég veit ekki af hverju
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 6.12.2006 kl. 17:10
Þetta er að verða frostrósatónleikar 2. :)
Kontri (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 17:16
Ísafold æfir alltaf 13-16 á milli jóla og nýárs. Kannski spurning um að spila á Hrafnistu í Hafnarfirði rétt eftir kvöldmat þann 30.des. Þá eru allir íbúarnir í matsalnum hvort eð er. Ég ætla að stinga upp á því við karlinn sem ræður þar ríkjum.
Kontri (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 17:19
ja það er örugglega fínt ég get talað við e-a staði t.d. lsp hringbraut og barnaspítalann. ég held að við séum alveg með mannskap í þetta nema ég veit ekki alveg með víólurnar þær hafa ekki sagt af eða á. ( geri ráð fyrir að þú getir platað Guðnýju). Við þurfum samt að passa að boka ekki tvennt á sama tíma
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 6.12.2006 kl. 18:02
Viltu fá fleiri víólur? Mig langar alveg að vera með ef þú vilt :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 7.12.2006 kl. 19:42
Sko upphaflega planið var að allir þeir sem vildu vera með og gætu spilað jólakonsertinn mættu vera með og ég stend alveg við það!
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 7.12.2006 kl. 22:54
Ég er alveg til í stofnanaspilerí, ef tímarnir virka. Já, og gott viðtal í Tíu Fingrum (horfi á þessa þætti í netsjónvarpinu).
Ernir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 10:58
Hæ Gróa. Þorgerður hérna. Það kom upp hugmynd um að hittast í jólabalkan með kökum eftir að þú kæmir heim. Hvað segiru um það? Annars er ég til í að vera með í barrokkinu, en það virðist sem það sé offramboð af sellóum :)
Þorgerður Edda (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 14:11
Þá vil ég vera með :)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 8.12.2006 kl. 17:15
Hæ, ég er sko meira en til í þetta. :) Láttu mig bara vita hvar og hvenær ég á að mæta og ég kem með víóluna mína. :)
Eydís Ýr
Eydís Ýr (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.