Á Íslandi:)

Já ég skellti mér bara heim til Íslands í gær og ætla að vera til 8.jan. Kennarinn minn kennir ekki í næstu viku því hann er að spila á tónleikum og ég átti bókað flug á sunnudeginum 17. des svo ég var búin í fiðlutímum fyrir jól í þessari viku. En ég ætla bara í fiðlutíma hér í staðinnSmile. Mamma átti líka afmæli í gær svo þetta var bara góður dagur til að koma heim í Kópavoginn. En annars er búið að vera ótrúlega fínt í Freiburg í vikunni við Íslendingarnir bökuðum piparkökur á sunnudaginn og skárum þær út sjálf ekki með kökuformum. Það var margt mjög flott og frumlegt sem kom út úr þessum kökuskurði t.d. Flygill, fiðla, barokkbogi, g-lyklar og fleira en ég held að jólabúrhvalurinn hans Danna hafi samt verið frumlegastur. Ég get samt ekki stært mig af flott-eða frumlegheitum, ég var nú meira í þessu hefðbundna, jólastjarna og jólatré og fleira í þeim dúr. Svo keyptum við Elfa okkur púsl sem er alveg ómissandi yfir jólin og við vorum nú bara komnar svolítið áleiðis með það áður en ég fór en Elfa þú mátt ekki eyðileggja það þegar þú klárar það því mig langar að sjá myndina. Þetta var að sjálfsögðu Wasgij-púsl svo ég veit ekki hvernig myndin lítur út. Ég lenti beint í afmælisveislu hérna heima þegar ég kom og hef það auðvitað mjög gott hérna heima í faðmi fjölskyldunnar minnar. Nú get ég klárað jólabarokkskipulagninguna hérna og svo er ég auðvitað til í að hitta alla sem vilja hitta mig og er bara með sama íslenska símanúmeriðWink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skal ekki eyðileggja púslið... ! sé reyndar ekki fram á að ég klári það með þessu áframhaldi, ekki búin að gera neitt sem sagt! annars gleymdirðu nótunum sem við ljósrituðum! ég skal reyna að muna eftir þeim :)

elfa (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:03

2 identicon

ha? ertu komin heim! og ég á leið út... en þú veist að það er fiðlumasterklass hjá Sibba 18. des, veit ekki klukkan hvað

eyglodora (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:20

3 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Velkomin heim :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 10.12.2006 kl. 13:10

4 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Við klárum þá bara púslið í janúar Elfa, og Eygló verður þú mikið í bænum yfir jólin? við eigum örugglega eftir að hittast eitthvað, góða skemmtun í Gautaborg

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 10.12.2006 kl. 14:05

5 identicon

hæ, ertu til í að hringja í mig við tækifæri á næstu dögum... við gyða erum með smá plan í gangi varðandi íbúðarmál...!

elfa (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 21:27

6 identicon

heyhey velkomin heim sæta   Hlakka ekkert smá mikið til að hitta þig og stelpurnar í jólageiminu okkar

Kveðja Dísa

Valdís (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 18:47

7 identicon

velkomin heim og velkomin ég á bloggið þitt! vissi ekki af því. Fyndið samt með piparkökurnar, við vorum einmitt  nokkrar í bekknum að mála piparkökur um daginn og þær voru allar með alls konar sjúkdóma! Held samt að tónlistarpiparkökur séu fallegri ;) Ylfa Rún

Ylfa Rún (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:38

8 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Já, púsl eru best! eyddi öllum síðustu jólum í eitt risastórt, og það tók nú bara alveg allt jólafríið! en velkomin heim gróa mín, hlakka mikið til að sjá þig :)

Helga Tryggvadóttir, 12.12.2006 kl. 15:30

9 identicon

hæ, þú fækkst bréf frá Stuttgart, þarft að mæta einhverntíman í lok jan. Annars fórum við í tríótímann áðann og kennarinn öskraði á okkur og lamdi í borðið á milli þess að vera sleikjulegur. Ekki alveg að fíla hann!

elfa (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 18:04

10 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

sko ég held nú bara að þið ættuð að hætta hjá þessum kennara og vera frekar hjá kennaranum sem kennir píanóstelpunni miðað við þessar lýsingar.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 12.12.2006 kl. 22:25

11 identicon

Eg er med i ollu giggdotinu held eg barasta :)

Auja Pauja (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 09:52

12 identicon

En eg get ekki kommentad a siduna hja pabba tinum, er eitthvad trix i gangi eda hvad...

Auja (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 10:46

13 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Mikið er ég glöð með þig Auður en þú veist að enginn er neyddur í neitt

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 15.12.2006 kl. 19:42

14 identicon

Hæ Gróa!

Var að koma af frábærum kórtónleikum með frábærum kór (sem vill nbn ekki leyfa mér að vera með!) og fattaði hvað ég sakna þess ÓTRÚLEGA mikið að vera í almennilegum kór!

Ætlaður að vera með í kórnum um jólin??

Mig langar nefninlega svo að koma á eins og eina æfingu baratil að fá "fýlinginn" :Þ 

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband