lau. 23.12.2006
meira jólabarokk(loksins)
jæja það er nú ekki hægt að gefa mér verðlaun fyrir bloggduglegheit að undanförnu en það verður bara að hafa það. Ég vona bara að jólabarokkfólkið líti hingað inn um jólin því ég ætla að segja frá planinu: Það er sem sagt að hittast í LHÍ miðvikud. 28. des milli sex og hálfsjö og spila þetta í gegn þá og fara upp í Langholt klukkan hálfníu-níu og spila þetta þar. Svo ætlum við að fara á hrafnistu eitthvert kvöldið svona um átta-leytið. Ég bara veit ekki hvaða kvöld. En ég held að við látum það bara nægja í bili því ef við færum t.d. á landspítalann þá þyrfti það að vera um miðjan dag og mér fannst kannski að fólki fyndist soldið mikið að mæta þrisvar (en það þurfa samt ekki allir að fara á hrafnistu). En gaman væri að fá komment um hvort þetta virkar fyrir alla.
Athugasemdir
Hrafnista hafnarfirði er kl.20 þann 29.
Kontri og Guðný selló eru með í hvorutveggja.
Kontri (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 13:18
Ég verð með 28. en held ég verði að segja pass við hinu...
eyglodora (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 14:03
28. er fimmtudagur ;) Áttu eitthvað leið hjá Laugardalnum? Það væri fínt að geta aðeins kíkt á nóturnar fyrir æfinguna, sérstaklega ef það er lítið af tölum!
Árni Heimir (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 14:26
sjáumstá morgun! ég kem með nóturnar :)
elfa (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 10:35
Takk fyrir samspilið allir :o)
TILKYNNING: Er með svartan trefil og leðurvettlinga sem einhver gleymdi í Langholtskirkju. Hafið samband ef þið saknið þeirra (s: 8452592).
Ernir (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.