komin á nýjan stað

Jæja í tilefni af flutningum hérna í Bandaríkjunum ákvað ég að blása lífi í þesa bloggsíðu. Nú er ég byrjuð í diplómanámi í University of Hartford. Skólinn byrjaði á þriðjudaginn svo ég er næstum búin með eina viku í skólanum. Það fyndna er samt að það er opinber frídagur núna á mánudaginn svo ég byrja ekki í einum áfanganum fyrr en 14 sept. Hann er sem sagt bara kenndur á mánudögum. En ég er byrjuð í hljómsveit, kammermúsik, barokksamspili og hljómsveitarpartaáfanga. Ég slepp held ég alveg við að skrifa ritgerðir þessa önnina sem er mikill plús ;) Annars er bara nóg að æfa og gaman að vera komin aftur í rútínu :)

 Bærinn sem ég bý í heitir West Hartford og er eins og úthverfi af Hartford. Það eru mörg alveg svakalega sæt hús hérna og greinilegt að hér býr ríkt fólk á sumum stöðum miðað við stærðir á húsunum og görðunum í kringum þau. Ég bý í mjög kósí gulu húsi :) Ég kannski skelli inn myndum af nánasta umhverfi á næstu dögum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku Gróa mín og til lukku með að vera byrjuð í skólanum  . Það verður gaman að fylgjast með og þú kannski segir okkur hvaða verk þú verður að spila .Maður skellir sér þá í búðina og getur hlustað hér heima . En gangi þér rosa ,rosa vel elsku Gróa mín !!!!  Bestu kveðjur  , Brynja frænka.

Brynja frænka :) (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:20

2 identicon

Gaman að heyra frá þér :)

Ég vil endilega sjá myndir :) ertu ekki bara flutt í Kópavog ;)

Guðrú Rúts (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:18

3 identicon

Elsku stelpan mín

Gaman að þú sért farin að blogga, nú kíki ég inn á hverjum degi.
Tek undir með Guðrúnu, farðu að skella inn myndum.  Gangi þér sem allra best hjartans gullið mitt.  Ástarkveðjur Þín mamma

Mamma (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:59

4 identicon

Verrí næs, kíp up þe gúd vörk og halltu áfram að blogga. :) Þú nælir þér í einhvern ríkan kana þarna svo að þú getir átt risa hús með stórum garði, ekki verra að vera með sundlaug í bakgarðinum. Þá kem ég í heimókn ;)

Knús, Erla Jó!

Erla J (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 00:39

5 identicon

Já nú líst mér á það, hlakka til að heyra af ævintýrunum þínum... þú talaðir eiginlega af þér með að segja að þú þyrftir ekki að skrifa neinar ritgerðir, þannig að nú er enginn afsökun tekinn fyrir bloggleysi ;)

Gott að heyra samt að þú hafir náð að redda þér húsnæði, vonandi fer vel um þig :)

Palli (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:47

6 identicon

Jæja dúllan mín

Er en að bíða eftir myndum úr nánasta umhverfi og skólanum, hlakka til að sjá.

Megi dagurinn vera yndislegur, njóttu þín í skólanum elsku hjarta gullið mitt

Ástarkveðjur

Mamma 

Mamma (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:29

7 identicon

En spennandi! Ferðu þá ekki til Stars Hollow og heimsækir Gilmore girls? Gaman að sjá hvað þú ert að gera :)

Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband