fim. 30.8.2007
Ræktin!....og fleira
Hér í bæ er fínasta rækt með sundlaug og hlaupabraut og æfingatækjum og fullt af sölum og skvassvöllum og körfubolta-og innifótboltavöllum. Mjög fín finnst mér. Þetta er sem sagt háskólaræktin. Ég fór í hana í fyrsta skipti í dag í svona kynningartíma og það var mjög fínt svo eg ætla að reyna að setja þetta inn í skipulagið.
En ég fór í fyrsta fiðlutímann í dag og það var alveg frábært. Nóg að laga fyrir næsta tíma. Svo er að fara að koma í ljós hvað ég spila í kammer en það verður sagt fra því seinna.
En systkini mín eru auðvitað best i heimi og ég er alveg svakalega stolt af þeim og verð bara að fá að deila þessu með ykkur. Þórunn söng að sjálfsögðu eins og engill í Israel í Egyptalandi með Schola Cantorum um daginn... hún mætti nú samt vera duglegri að skrifa systur sinni póst.... Júlli brilleraði í bóklega ökuprófinu um daginn. Fékk bara eina villu. Hann fær líklega bílprófið á afmælisdaginn sinn og það er nú meira en systur hans geta gortað sig af. Ég veit að hann rúllar upp verklega prófinu því ég hef setið með honum í bíl og hann er fínasti bílstjóri. Stefanía er svo að fara á NM 19 ára og yngri um helgina í Danmörku. Hún ætlar að keppa í 400m, 800m og 4x400 metra hlaupi fyrir Íslands hönd. Eki slæmur árangur það þegar maður er 14 ára.
Jájá maður getur nú bara ekki verið nema að rifna úr stolti yfir að vera í sömu fjölskyldu og þau fyrir nú utan hvað þau eru öll frábærar manneskjur. Ég er að sjálfsögðu alveg hlutlaus
Það var ekki fleira í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 28.8.2007
Magnaðir uppþvottahanskar!!
Það var sko tvöföld ánægja hjá mér þegar ég vaskaði upp áðan. Í fyrsta lagi þá vígði ég nýja uppþvottahanska sem ég keypti. Þeir voru merktir sérstaklega fyrir ofnæmisfólk svo ég skellti mér auðvitað á þá. Þetta voru sko aldeilis góð kaup verð ég bara að segja, því hanskarnir eru ekki aðeins latexfríir(sem ég er nú reyndar ekki með ofnæmi fyrir) heldur eru þeir lika fóðraðir svo maður kemur ekki við gúmmíið í gúmmíhönskunum. Algjör snilld!!!! Hin ástæðan fyrir ánægju minni við uppvaskið er sú að pípulagnirnar í vaskinum hafa verið bilaðar undanfarna daga en það var lagað í dag. Vaskinum er skipt í tvennt og það er niðurfall í báðum helmingum. Bilunin lýsti sér síðan þannig að ef maður var lengi að vaska upp eða hafði mikinn kraft a vatninu þá flæddi upp úr niðurfallinu í hinum helmingi vasksins sem maður var ekki að nota. Ekki skemmtilegt. Gott að það er komið í lag!
Annars þá var fyrsta hljómsveitaræfingin í dag. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú staðið mig betur á hljómsveitaræfingu en í dag, en ég fékk samt líka bara partinn í dag. Rómeo og Júlía var samt svaka stuð Þetta verður bætt fyrir næstu æfingu sem er á miðvikudaginn. Svo ætla ég að fara að læra á gamelan á þessari önn, byrja á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 27.8.2007
Myspace og facebook
jæja þá er ég bæði komin inn á MySpace og Facebook. Ég þarf nú samt að læra aðeins betur á þetta. Ég er búin að læra að bjóða fólki að vera vinir mínir á þessum síðum en þá er þetta eiginlega upptalið
En nú er skólinn að fara að byrja á fullu á morgun. Fyrsta hljómsveitaræfingin er á morgun og við ætlum meðal annars að spila Rómeó og Júlíu e. Prokofiev Svo fer ég í fiðlutíma á miðvikudaginn Annars er líka nóg að gera í aukafögunum sem er annars vegar barokktónlistarsaga og kontrapunktur og fúga hins vegar. Það eru próf í hverri viku í tónlistarsögunni og maður þarf að hlusta á heilan geisladisk af hlustunarefni fyrir hvert próf og lesa í bókinni. Kennarinn heitir John Hill og hann skrifaði bókina sem við erum með og hún er útgefin af Norton. Ekki slæmt það. Svo er ég búin að fara í einn tíma í kontrapunkti og fyrir næst tíma þá þarf ég að lesa 2 kafla úr einni bók og 1 úr annarri og greina og lesa yfir einhver tóndæmi. En það lítur út fyrir að það verði nóg að gera í vetur og fullt af spennandi hlutum.
Það var ekki meira i bili
ps. lofa að reyna að skrifa ekki upptalningablogg næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
lau. 25.8.2007
Fyrsta vika í Champaign-Urbana
Nú er ég loksins komin með almennilega nettengingu heim til mín og á fannst mér nú tilvalið að blogga. Það væri nú forvitnilegt að vita hverjir nenna ennþá að kíkja á þessa síðu... En það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég kom hingað að ég held að það væri allt of langdregið að fara að segja frá því öllu í frásagnarformi (góð setning) svo ég ætla bara að hafa þetta í punktaformi í þetta sinn.
-kom til Champaign-Urbana 17. ágúst
-er búin að :
-fara í tvo verslunarleiðangra og kaupa eiginlega allt sem ég held að mig vanti
-fara eitt stöðupróf í tónfræði, náði öllu nema 20 aldar hljómfræði og kontrapunkti og að heyra hljóma í tónheyrn
-fara í eitt hljómsveitarprufuspil, gekk ekkert sérlega vel
-skrá mig á International student office
-fara á "Quad-day" þar sem öll félögin í háskólanum (sem eru ekkert smá mörg) eru með bás og kynningu. Mér leið eins og ég væri stödd í bandarískri háskólamynd, sá risastóra lúðrasveit spila með a.m.k. 60 trompetum og 15 túbum og svo sá ég líka klappstýrur. Þetta var alveg alvöru sko
-lenda í einu þrumuveðri
-fara í eitt tónlistarsögupróf
Já þetta er nú það helsta en svo er ég líka nokkurn vegin komin með stundatöflu og ég verð í fiðlutímum, kammermúsík, hljómsveit, barokktónlistarsögu, kontrapunkti og fúgu og vonandi áfanga sem undirbýr mann undir hljómsveitarprufuspil.
Læt þetta nægja i bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 6.5.2007
Frábær helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 3.5.2007
Mannekla á LSH
Ég rakst á þessa frétt inn á ruv.is. Ef þið nennið ekki að lesa hana á er hún um hvernig heilbrigðisráðherra hyggst taka á vandanum um manneklu á spítalanum. Því verður mætt með því að stytta sumarfrí starfsmanna og eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sérstaklega nefndir í þeim efnum. Mér finnst til háborinnar skammar að þetta sé eina leiðin til þess að halda spítalanum gangandi. Nóg er álagið á starfsfólkinu fyrir með yfirfullar deildir og undirmannað. Mér finnst brotið á þeirra rétti og að sjálfsögðu kemur þetta niður á spítalanum. Það segir sig sjálft að til lengri tíma litið þá fælir þetta starfsfólkið frá og leysir engan mannekluvanda. Ég er ekki viss um að ég myndi láta bjóða mér starf þar sem alltaf væri gífurlegt álag, ég bæri ábyrgð á heilsu og líðan fjölda manns og væri ekki með nógu margt starfsfólk með mér til að halda almennilega utan um sjúklingana og að ofan á það þá fengi ég ekki einu sinni að taka það sumarfrí sem ég ætti rétt á.
Hún talar líka um að reynt sé að seinka starfslokum hjá fólki til að bregðast við manneklu. Það er auðvitað líka mjög slæm lausn því fólk segir líklega upp af því að því líður ekki vel í starfi eða hefur boðist eitthvað betra og að halda fólki í starfi þar sem því líður ekki vel hlýtur að koma niður á starfsgetu.
Þá talar hún um að fjölga í hjúkrunafræðináminu sem er gott og blessað en það hlýtur að vera nauðsynlegt að halda þeim hjúkrunarfræðingum sem nú þegar eru komnir með starfsreynslu svo þeir geti miðlað þeirri reynslu til þeirra sem eru nýútskrifaðir eða ennþá í námi. Það hlýtur að vera betra fyrir alla.
Hvernig væri nú bara að fara að borga mannsæmandi laun og reyna að minnka starfsálag í þessum greinum og fá þannig fólk inn í þessi störf og halda þeim í starfi án þess að það sé nánast neytt til þess?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
þri. 24.4.2007
Skriðdrekar í Freiburg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 22.4.2007
Aftur í Freiburg
Þá er ég komin aftur til Freiburgar eftir langa og mjög skemmtilega og viðburðarríka dvöl á Íslandi. Tíminn var samt alveg ótrúlega fljótur að líða á Íslandi enda alltaf nóg að gera þar. Það var reyndar mun meira að gera hjá mér en ég hafði gert ráð fyrir og mér fannst það bara alveg frábært. Eina neikvæða við að að hafa svona mikið að gera er reyndar að þá hafði ég minni tíma til að hitta alla frábæru vini mína. Ég hitti samt flesta þó að sum plön hafi samt ekki alveg gengið upp. Núna hef ég hins vegar allan tímann í heiminum bara fyrir mig og ætla að nýta hann mjög vel til þess að æfa mig.
Bis später
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 25.3.2007
Gamlar upptökur
Stundum tek ég mig til og hlusta á upptökur þar sem ég hef verið einn af flytjendunum hvort sem það er í hljómsveit, kammerhóp eða bara ég að spila með eða án píanós. Yfirleitt koma þessar upptökur mér á óvart, stundum skemmtilega og stundum ekki svo skemmtilega. Núna var ég að hlusta á Ungfóníu spila 1. sinfóníu Brahms og það kom mér bara skemmtilega á óvart:) Sumar upptökur hef ég samt ekki ennþá lagt í að hlusta á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)