Leg

Ég fór á forsýningu á söngleiknum Leg(i) á föstudaginn eftir Hugleik Dagsson og tónlistin er eftir Flís. Ég skemmti mér mjög vel og mæli með þessari sýningu. Annars eru óperuæfingarnar hafnar og tónlistin er alveg frábær. Það er gaman að kynnast Puccini þar sem ég hef bara spilað í óperum eftir Mozart hingað til og það er mjög ólík tónlist. En bæði er mjög skemtilegt:)

Á Íslandi

ÉG er komin til Íslands og planið er að vera hér fram yfir páska. Miðað við frammistöðu mína í að blogga síðast þegar ég var hér þá er ég ekkert viss um að ég verði mjg dugleg að blogga á meðan ég er hér. En ég er með sama símanúmerið og langar að hitta alla sem vilja hitta migSmile

Barokk

Ég var að koma af tónleikum með Freiburger Barockorchester sem er hljómsveitin þar sem kennarinn minn er konsertmeistari. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og mig langaði bara helst til að fara að dansa. Ég verð alltaf meira og meira heilluð af barokki og hver veit nema ég skelli mér bara í barokknám einhvern tíman. Það væri allavega algjör synd að vera í tímum hjá svona færum barokkspilara án þess að læra eitthvað á barokkfiðlu. Svo er líka til alveg endalaust af barokktónlistSmile

Sushi

Ég smakkaði Sushi í fyrsta skipti í gær. Elfa kláraði prófið sitt í gær og bauð nokkrum vinum sínum í Sushi. Mér fannst það bara alveg ágætt en svolítið skrýtið samt. Mér fannst samt verst að maður þurfti að borða heilan bita í einu svo að það færi ekki allt út um allt. Það var eiginlega aðeins of mikið fyrir mig.  En ég get allavega sagt að ég hafi smakkað sushi og ég held ég eigi alveg eftir að smakka það aftur.Smile

Karlsruhe

Ég vaknaði klukkan 5:45 í morgun og var komin upp í lest klukkan 6:52 á leið í inntökupróf í Karlsruhe. Þetta er bara klukkutíma lestarferð en ég átti að vera mætt fyrir níu og ef ég hefði tekið einni lest seinna þá hefði ég ekki náð því að vera komin í skólann á réttum tíma. Ég var sem sagt komin í skólann rúmlega átta og var auðvitað mætt fyrst og fékk þ.a.l. að spila fyrst. Ég var mjög glöð með það. Ég er nú bara frekar sátt við þetta inntökupróf ég fékk að spila einn og hálfan Bach-kafla, út að úrvinnslu í Mozart, 2 bls. í Saint-Saëns og 1 bls. í Ysaÿe. Fyrir þá sem eru kannski ekki vel að sér í svona inntökuprófum þá er mjög mikið að fá að spila þetta allt í inntökuprófum og eiginlega alltaf betra að spila meira en minna, allavega líður mér betur með að fá að spila meira. Ég held að allir hafi fengið að spila jafnmikið sem mér finnst góð regla. Það var ekkert stórvægilegt klúður nema endir á einu hlaupi í Saint-Saëns  en það er auðvitað samt fullt af stöðum sem hefðu mátt vera skýrari eða meira syngjandi eða meira brilljant toppnótur eða meira víbrató og þar fram eftir götunum, en það þýðir ekki að hugsa um það. Svo hoppaði ég bara aftur upp í lest og núna er ég dauðþreytt og með höfuðverk af svefnleysi og ekkert smá fegin að hafa verið fyrst því það hefði ekki verið gaman að líða svona í prófinu.Wink

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og hugsanirnar, mér þykir mjög vænt um þærSmile

Inntökupróf

Jæja þá fer ég í annað inntökuprófið mitt á morgun. Það leggst bara ágætlega í mig þessa stundina en ég verð nú að viðurkenna það að dagurinn í dag er búinn að vera mjög upp og niður út af þessum prófum. Aðra stundina er ég bara róleg og hugsa bara að þetta fari bara eins og það fari og að ég ætli bara að reyna að gera mitt besta en hina stundina þá er ég bara svaka stressuð og er bara viss um að ég eigi  örugglega eftir að klúðra þessu eða bara að ég sé ekkert nógu góð til að komast inn þó ég spili eins vel og ég get. En ég er búin að vera róleg í svolítinn tíma núna svo ég held að ég sé komin yfir mesta stressið.Wink

En ég gleymdi í gær að óska henni Stefaníu minni til hamingju með íslandsmetin sem hún setti um helgina annar vegar í 400 m hlaupi í telpnaflokki og hins vegar í 4x400 metra hlaupi í kvennaflokki.LoL  Veivei til hamingju Stefanía.


blablabla....

Ég fór í fiðlutíma í tæpa tvo tíma í morgun. Ég var svo búin á því eftir hann að ég er eiginlega ekki búin að gera neitt af viti síðan. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram í Freiburg hvernig sem inntökuprófið fer og þá að ég haldi bara áfram í einkatímum. Ánægja mín með kennarann minn fer ekkert minnkandi.Grin 

En annars þá er hún Guðný mín á leiðinni til Freiburgar núna og ég hlakka ekkert smá til að hitta hanaLoL


Stundum...

...þá skil ég ekki alveg Þjóðverja eða þýska kerfið. Ég fékk símhringingu í síðustu viku frá Deutche Bank þar sem þeir vildu endilega fá mig í viðtal (NB. maður þarf að panta tíma til að opna bankareikning). Ég sagði bara allt í lagi og ég fékk sem sagt tíma í dag. Svo fékk ég meira að segja formlegt bréf um þetta sem ég tók með mér þegar ég mætti í dag. Þar tók einhver maður á móti mér og fletti mér upp í tölvunni, spurði mig hvort ég væri með bankakort, sem hann vildi svo ekki einu sinni skoða, og sagði svo bara "alles klar" og brosti. Svo ég eiginlega hef ekki hugmynd um af hverju ég þurfti að mæta þarna... mjög spes finnst mér.

 

En að öðru þá fórum við Elfa og Gyða í bíó í gær og sáum Hróa Hött frá 1922. Myndin var sem sagt þögul með "live" píanó- og fiðluundirspili. Þetta var bara skemmtilegt en það tók mig smá tíma að komast inn í þetta því það hjálpaði ekki að textinn sem kom á milli var á þýsku og skrifað með svona gamalli skrift þar sem s er eins og f með engu striki og fleira. En engu að síður skemmtilegt að fara og sjá svona öðruvísi myndir í bíó.Smile 


Þorrablót, gatnakerfi og aðrir frábærir útskriftartónleikar

Við Freiburgarbúar (mínus Danni og Gyða) skelltum okkur yfir til Basel á laugardaginn á þorrablót hjá Ellu Völu og Dirk. Það var margt kunnuglegt á boðstólnum eins og harðfiskur, slátur og flatkökur sem ég borðaði með bestu lyst og svo annað sem var mér meira framandi eins og magáll, súrsaðir hrútspungar og lundabaggi og fleira sem ég smakkaði. Mér fannst magállin fínn en hitt fannst mér vægast sagt mjög vont. Svo var fleira eins og sviðasulta sem ég veit að mér finnst vond svo ég sleppti þvi bara að borða hana.  En það sem stóð upp úr var kjötsúpan sem Ella Vala bjó til hún var mjög góð og svo komst ég ekki hjá því að smakka hákarl og íslenskt brennivín (en mjög lítið samtWink). Þetta var mjög vel heppnað hjá þeim og þakka ég kærlega vel fyrir mig.

En annað sem er ekki vel heppnað er gatnakerfið í Basel. I Basel búa 150.000 manns en gatnakerfið lætur manni líða eins og maður sé að keyra inn í milljóna-borg. Það er bara endalaust af brúm og göngum sem skiptast í fleiri göng og margar hæðir og maður veit aldrei hvert maður er að fara og ef maður snýr við þá getur maður sko aldeilis ekki verið viss um að koma aftur á sama stað og maður var á áður. Við vorum næstum því komin til Frakklands í staðinn fyrir Sviss þegar við komum og svo var þetta ekkert skárra á leiðinni til baka. Eftir marga hringi tókst okkur nú að komast út á hraðbrautina og þá var ekkert mál að komast til FreiburgarSmile

Danni var með lokatónleikana sína í gær þar sem hann stjórnaði skólahljómsveitinni. Tónleikarnir voru bara alveg frábærir í alla staðiog ég hlakka bara til að vinna með honum í marsSmile.


Frábærir tónleikar:)

Elfa hélt útskriftartónleikana sína í gær og stóð sig að sjálfsögðu með glæsibragSmile . Tónleikarnir voru frábærir í alla staði og hún var sko með allt sitt á hreinu. Bæði músíklega og tæknilega (ekki að ég hafi búist við öðruWink ) Stemmningin var líka bara alveg frábær. Ég hvet alla sem eru á Íslandi til að mæta í Salinn í febrúar og hlusta á tónleikana þeirra Kristins þar. Þið verðið ekki svikin af þvíCool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband