Færsluflokkur: Bloggar

Mozart-Requiem

Já nú er ég að fara að taka þátt í flutningi á Requiem eftir Mozart í annað sinn á árinu. Í fyrra skiptið söng ég það með Hamrahlíðarkórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands en nú ætla ég að spila með Freiburger Bachchor og Bachorchester. Tónleikarnir eru á laugardaginn í Konzerthaus í Freiburg:) Við erum búin að vera að æfa síðan á þriðjudaginn og það tók mig nú smá tíma að byggja upp æfingaþol því kvöldæfingarnar eru þrír og hálfur tími sem var bara hálftíma of mikið fyrir mig svona til að byrja með. Annars er það alveg ótrúlegt með þennan stjórnanda. Honum hefur tekist að minna mig á Gunnar Kvaran, Bernharð Wilkinson, Gunnstein Ólafsson og Þorgerði Ingólfsdóttur. Hann hefur takta frá þeim öllum eins og þau eru nú ólík. Eða kannski er þetta spurning um sálfræðigreiningu á mér :/ Annars tókst mér að misstíga mig a báðum fótum í dag og mér er ennþá illt í öðrum fætinum svo ég hjólaði nú ekki mikið í dag heldur tók bara strassenbahn á æfingu.

hjólihjólihjóli (syngist við "kanntu brauð að baka")

Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg að hjóla síðan ég fékk mér hjól. Nú hjóla ég bara um allt og verð örugglega með svaka lærvöðva þegar ég kem heim um jólin :Þ. En ég held að hjólafólk hér í Freiburg haldi stundum að það megi bara gera hvað sem það vill í umferðinni og á hjólastígunum eins og það sé bara ódrepandi og eigi göturnar. Auðvitað ekki allir. Inn á milli er svona fólk eins og ég sem er að sjálfsögðu mjög kurteist og tillitsamt og kann að haga sér í umferðinni;) En sumir hjóla bara á miðri götunni og í dag var ég að hjóla á hjólastíg og lenti ítrekað í því að tveir til þrír voru að hjóla samsíða á móti mér og þeir voru ekkert á því að fara í einfalda röð þó einhver komi á móti. Þetta sleppur nú kannski alveg þegar það eru tveir en þrír er nú of langt gengið. Ég kannski á góðri ferð og þarf svo bara að bremsa niður í ekki neitt til að komast framhjá án þess að klessa á. Ég held samt að ég verði bara að lifa með þessu ;) En það er nú samt gott að geta verið á hjóli, fínasta líkamsrækt:) ....og að sjálfsögðu fer ég mjög varlega:)

Öðruvísi í útlöndum

Það er alltaf eitthvað öðruvísi en maður á að venjast þegar maður er á nýjum stað. Í dag tok ég eftir því að bílastæði þar sem maður leggur samsíða götunni eru máluð hálf inn á götuna og hálf upp á gangstétt hérna... engin sekt fyrir að leggja upp á gangstétt þar.

jæjajæja

jæja þetta er búin að vera ótrúlega viðburðarík helgi það sem af er. Ég fór í fiðlutíma a föstudaginn og mér líst alveg rosalega vel á kennarann minn:). Svo fórum við Elfa og keyptum okkur hjól og síðan bakaði ég svakafínar kúmenbollur og svo enduðum við daginn á því að fara i matarboð til Helga og Hrannar. Í gær skelltum við okkur í IKEA og vorum þar í 4 tíma að versla og við keyptum fullt af og finum vörum. Við vorum samt mjög skynsamar og keyptum bara það sem er nauðsynlegt... nema ég missti mig aðeins í púðakaupum:Þ en púðarnir eru líka æði;)
Núna sit ég bara í rólegheitum upp í rúmi (með alla púðana) og slaka á:) Planið er samt að fara að æfa sig og baka aftur kúmen bollur...mmmm;)

Hjól

Er dýrt að kaupa nýtt hjól fyrir 179 evrur? Við Elfa fórum í tveggja tíma langan hjólakaupsleiðangur/göngutúr í dag og sáum fullt af hjólum. En þau voru misdýr. Þetta var ódýrast en samt fínasta hjól. Við sáum líka hjól sem kostuðu yfir 2400 evrur...ekki alveg málið núna... og auðvitað allt þar á milli;). Ég er ekki búin að tékka á hvort það séu til einhver hjól á mörkuðum en mér skilst að það sé kannski happa-glappa hvort maður lendi á hjóli sem endist eða ekki... Á ég að kaupa hjólið?

Búin að ná í kennarann:)

Já já ég fer í fiðlutíma á föstudaginn klukkan 10:00. Eins gott að vera dugleg að æfa sig á morgun;) Ég talaði við hann einhvern tíman í byrjun okt. og sagði að ég myndi senda honum e-meil um hvenær ég kæmi, sem ég gerði þegar ég var búin að panta flug, en hafði ekki fengið svar. Það kom mér samt ekkert á óvart því hann hafði heldur ekki svarað fyrra e-meilinu sem ég sendi honum þó hann ætlaði að gera það...ekki mikill tölvumaður held ég;) En nú er þetta sem sagt komið á hreint. Annars finnst mér ég nú bara nokkuð dugleg i blogginu (óháð skemmtanagildi:Þ) búin að blogga 3 daga í röð... kannski bara æsingur til að byrja með, kemur í ljós....

Þýskt símanúmer

Ella Vala var svo góð að fara með mér að fá mér þýskt símanúmer í dag... en það gekk nú ekki alveg þrautarlaust fyrir sig. Við fórum í símabúðina og báðum um fyrirframgreitt símakort og afgreiðslukonan bað um símann minn svo hún gæti athugað hvort hann tæki kortið. Ég rétti henni símann og hún setti kortið í. En síminn minn gat ekki lesið það:( Við urðum nú mjög hissa því síminn minn á ekki að vera læstur eða neitt þannig svo við fórum út og ákváðum að prófa Ellu Völu kort í minn síma.... og viti menn það bara svínvirkaði!!! Svo við fórum auðvitað aftur í búðina og sýndum annarri konu símann. Það hafði nú ekkert upp á sig því þessi kona vinnur greinilega bara við það að segja manni hvar maður á að bíða svo við héldum bara áfram að bíða. En þegar loksins kom að okkur þá sýndum við afgreiðslumanninum símann og hann varð nú mjög hissa á þessu. Hann hringdi í annan mann og komst að því að það er komin önnur kynslóð af sim-kortum þar sem neminn er aðeins ofar en á gömlu kortunum!!! Ef þetta er nú ekki sölutrykk í lagi þá veit ég nú bara ekki hvað. En hann kom þá með annað kort og prófaði það og það virkaði:) En hann var nú samt ekki alveg tilbúinn að gefast upp á nýju kynslóðinni og setti það aftur í og þá virkaði það líka. Ég bara skil þetta ekki.... en ég er allavega komin með þýskt númer sem er +49(0)15152028509:)


Ég fór líka að skoða æfingarherbergið mitt og það er nú bara fínasta herbergi:) Ekkert vesen þar;)

En það var nú ekki meira í bili...


Lífið í Freiburg- Gróa Margrét kraftajötunn

Jæja nú er ég komin til Freiburg og ætla þá að gerast "bloggari" og blogga bara um hitt og þetta sem mér dettur í hug. Öllum er frjálst að lesa þetta og enginn er neyddur til þess;) Eiginlega enginn veit af þessu núna svo það verður forvitnilegt að vita hvort þetta spyrst út:)

Við Elfa vorum bara að koma inn úr dyrunum eftir að hafa dröslast með töskuna mina sem var hátt í 30 kíló upp á 5. hæð því hér er engin lyfta. Ég held að ég eigi bara að fá viðurnefnið kraftajötunn eftir þetta!! Því eins og allir vita á hef ég löngum verið þekkt fyrir að vera gífurlega mössuð....En hér er ég núna bara sátt við þetta allt saman og hlakka bara til að fara að takast á við lífið í Freiburg.

P.s. ef einhver sem ég þekki finnur þessa síðu og viðkomandi er ekki a tenglalistanum þá endilega látið mig vita það er ekki meint neitt illa og ég bæti ykkur við um leið;)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband