Færsluflokkur: Bloggar
sun. 3.12.2006
Jólabarokk-ný hugmynd
Hann Kristján Kontri var að tala um að honum fyndist að það ætti að fara með svona jólaprojekt inn á elliheimili og sjúkrahús og ég er nú bara alveg sammála honum. Mig langar til að vita hvort fólk er til í svona? Þetta er aðeins meiri vinna held ég en er þetta ekki einmitt jólaandinn? En ég skil samt alveg ef ykkur finnst þetta of mikið vesen en ég vil samt tékka á þessu . Væri þá ekki bara sniðugt að spila jólakonsertinn og svo einhver jólalög? Væri of mikið að halda samt eitthvað þar sem við spiluðum fleiri barokkverk?
Nú verða allir að vera duglegir að svara og segja sina skoðun.
Ps. Þetta yrði að vera á milli jóla og nýárs því margir koma svo seint heim fyrir jólin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
lau. 2.12.2006
Jólamarkaðir og jóladagatöl
Ég er farin að hlakka alveg rosalega mikið til jólanna. Við Elfa fórum á jólamarkaðinn í Freiburg á fimmtudaginn og hann er alveg æði. Fullt af fallegu dóti m.a. er hægt að kaupa jólakúlur og fleira úr gleri og þeir búa þetta bara til á staðunum, alveg rosalega skemmtilegt og flott. Svo er auðvita jólaglögg (sem ég má nú reyndar ekki drekka) og vöflur og súkkulaðihúðaðir bananar og margt fleira girnilegt. Við fengum líka flammenkuchen sem er svona sérstaklega frá þessu svæði og er soldið eins og pitsa nema það er sýrður rjómi í staðinn fyrir pitsusósu og svo er laukur og skinka.
En annars þá held ég að ég sé gengin í barndóm í öllum jólaspenningnum. Ég á tvö súkkulaðijóladagatöl sem ég fékk í afmælisgjöf og við Elfa borðum núna sitthvorn molann á dag og svo horfði ég líka á jóladagatal sjónvarpsins á netinu í gær og skemmti mér mjög vel. Mér finnst fruntalega konan sérstaklega skemmtileg og mér er alveg sama þó öðrum finnist þetta leiðinlegt ég ætla að fylgjast með þessu á hverjum degi og hafa gaman að. Mér finnst reyndar samt alveg að það mætti gera ný jóladagatöl þó mér finnist gaman að horfa á þessi gömlu...ég held bara að ég sé ekki í rétta marhópnum. En skemmti mér engu að síður yfir þessu.
Það er sko ennþá hægt að vera með í jólabarokkinu um jólin:) Bara að skrifa komment og ég læt ykkur á listann.... ekki flókið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 29.11.2006
1. Berlín, 2. Staufen, 3. Jólabarokkgleði, en ég ætla að byrja á að þakka fyrir afmæliskveðjurnar:)
Ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að byrja þegar ég byrjaði að skrifa þessa færslu því ég hef frá svo mörgu skemmtilegu að segja (finnst mér allavega) Ég held ég byrji bara á að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar og gjafirnar... Takk fyrir mig
Ég veit að þetta er soldið langt en fólk getur þá bara sleppt að lesa það sem það nennir ekki að lesa... þetta er allavega mjög skipulagt.
1. Berlínarferðin var æði í alla staði. Íbúðin hjá Þórunni, Hrafnhildi og Höllu er æðislega sæt og kósý. Þær héldu afmælisveislu fyrir mig á föstudaginn þegar ég kom og við borðuðuum heimagerða pitsu (að sjálfsögðu) og súkkulaðiköku í eftirrétt og Guðný Þóra og Dísa komu í heimsókn. Á laugardeginum vorum við túristar og skoðuðum Brandenburgarhliðið og minnisvarðann um gyðingaofsóknirnar og svo fórum við á Potsdamerplatz og enduðum á því að fara í bíó (með ensku tali og engum texta) á James Bond og ég bara mæli með henni fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá hana hún er mjög skemmtileg. Við voru nú í algjöru letistuði á sunnudeginum en fórum á markaðinn í hverfinu hennar Þórunnar og ég keypti þrjú plagöt til að hengja á vegginn hjá mér (þau koma bara vel út). Á mánudaginn fórum við á ku-damm og slæptumst þar. Æðisleg ferð í alla staði og takk fyrir mig
. Já svo keypti ég Grafarþögn á þýsku og nú þarf eg bara að ráðast í að fara að lesa.
2. Í dag fór ég að hitta fiðlusmið í Staufen. Það tekur hálftíma að komast þangað en ég tók samt tvær lestar og einn strætó. Þegar ég var komin í fyrstu lestina og leit á ferðaáætlunina þá sá ég að ég hefði bara 4 mínútur til að skipta um lest í Bad Krotzingen og ekki nóg með það heldur þá kæmi ég út á gleiz 2 og þyrfti að fara alla leið á gleis 12 til að skipta!!! Og það í Bad Krotzingen sem enginn hefur heyrt um og hvað var svona stór lestarstöð að gera þar???? Ég fékk nú smá stresskast um að þetta myndi nú ekki nást því ég var í regiolest sem eru mjög oft of seinar. Svo þarna sat ég með hnút í maganum um að missa af næstu lest og næstum komin með magasár af stressi og svo þusti ég út úr lestinn... þá voru bara þrjú gleis, nr. 1, 2 og 12!!! Ég er ekki enn búin að fatta af hverju..... Restin gekk vel ég prófaði eina fiðlu en ég var ekkert svo hrifin en hún var ekki ný og mig langar að prófa alveg nýjar fiðlur frá þeim því þær eru soldið góðar. Ég er allavega komin á biðlista.
3. Við ætlum að að halda jólabarokkgleði eins og um síðustu jól á milli jóla og nýárs. Öll skipulagning er á byrjunarstigi en við spilum a.m.k. alveg pottþétt jólakonsertinn e. Corelli og svo eitthvað fleira skemmtilegt. Við æfum bara örfáum(er það orð?) sinnum og svo spilum við einu sinni fyrir þá sem vilja hlusta en það eru ekki tónleikar, bara skemmtilegheit. Þeir sem vilja vera með mega endilega láta mig vita og ég ætla að reyna að búa til hliðarsíðu og tengil þar sem ég hef lista yfir þá sem vilja vera með. Þetta er engin kvöð bara gaman.
.....Þá er það bara ekki meira í bili....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 23.11.2006
Ég á afmæli


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
þri. 21.11.2006
Þeð er yndislegt....



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 20.11.2006
Að versla
Það er nú alltaf jafn gaman að fara að versla í matinn hér í Freiburg. Það kemur mér nefnilega alltaf a óvart hvað það er ódýrt hérna. Ég fór áðan og keypti tvö brauð, tvær mjólkurfernur, ávaxtasafa, tómata, tvær túnfiskdósir, jógúrt og oststykki og það kostaði 9,80 Evrur. Heima kostar nú bara eitt oststykki 500 krónur svo þetta er nú aldeilis munur.
Annars þá er byrjað að kólna aðeins svo Sigurjón getur tekið gleði sína fyrir mína hönd í sambandi við jólastemmningu, þó ég búist nú ekki við að fá snjó. Og nú fer að styttast í afmælið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 16.11.2006
Skriffinska



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.11.2006
Frau Strangfeld


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 13.11.2006
Rólegheit


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
lau. 11.11.2006
Broskallar
Ég er búin að finna broskallana og er alveg svona glöð:
Svo er ég líka búin að "downloda" windows media player svo nú get ég horft á ruv í gegnum netið
. En aðalhamingjuástæða lífs míns í dag er sú að Þórunn Vala kom í heimsókn frá Berlín í gær og ætlar að vera yfir helgina
. Svo er bara Mozart-requiem á eftir
p.s ég ætla nú samt ekki að leggja það í vana minn að ofhlaða færslurnar með brosköllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)