þri. 23.1.2007
snjór,snjór,snjór
Það er jólasnjókoma í Freiburg núna. Ég er ekkert smá glöð með þetta.
Ég var nefnilega alveg eins búin að búa mig undir að það kæmi bara enginn snjór hérna , en þetta er æði. Annars gekk inntökuprófið bara allt í lagi fyrir utan fyrsta frasann (ekki gott að klúðra fyrsta frasanum, ég veit) ég er búin að ákveða að byrja ekki aftur á Mozart í næsta inntökuprófi, en þetta var góð æfing fyrir næstu próf
.
Athugasemdir
Til hamingju með það! Þetta verður ábyggilega bara enn betra með hverju prófinu. Ég "held þumalputtunum fyrir þér" (eins og maður segir á sænsku).
ernir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 22:26
Gott að gekk vel, þeir gleyma örugglega fyrsta frasanum af því að hitt var svo fínt ;) Vona að gangi betur og betur :) Og góða skemmtun í snjónum, nú er að verða rigningar- og slabblegt hér.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 23.1.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.