þri. 29.1.2008
Veður
Í dag var 12 stiga hiti hjá mér og smá rigning en bara fínasta veður. Minnti mig á pæjumótið í vestmannaeyjum af einhverjum ástæðum. Núna (3 tímum seinna) er hins vegar 3 stiga frost og frostrigning og vindur. Ég held að þetta sé nú bara ýktari veðurbreytingar en heima. Annars þá er ég að spila á barokkfiðlu í uppsetningu á vegum skólans á barokkóperunni Armide eftir Lully. Við erum búin að hittast tvisvar og spila kaflana þar sem er enginn söngur heldur bara dans. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.