New York

Ákvað að blogga smá þar sem ég er stödd í útlöndum. Ég er búin að vera í New York síðan á föstudag og mér líst bara vel á borgina. Ég væri samt kannski ekki til í að búa hérna enda vil ég nú helst hvergi annars staðar búa en á Íslandi;) En New York lítur út fyrir að vera skemmtileg borg. Ég kom á föstudaginn og var á hóteli í tvær nætur því ég komst ekki inn á heimavistina fyrr en á sunnudaginn. Þegar ég kom á hótelið var mér tjáð að ég hefði verið "upgreiduð" í svítu. Svo ég var með eldhús og stofu með leðursófasetti og flatskjá og svo var líka flatskjár í svefnherberginu. Algjör lúxus í tvær nætur. En svo fór ég í heimavistina á sunnadaginn og það er ekki alveg sami klassinn..... en við erum allavega með baðherbergi inn á herberginu sem er plús;) Svo byrjaði námskeiðið á mánudaginn og við (kvartettinn minn) æfðum Beethoven op. 59 nr. 3 í svona hálftíma og þá kom kennarinn okkar og við fórum í tíma. Víóluleikarinn var samt veikur en mætti þó á mánudaginn en á þriðjudaginn á var okkur hinum í kvartettinum sagt að hann kæmi ekki meir því hann er með einkirningasótt. Á morgun fáum við nýjan víóluleikara sem kemur alla leið frá Mexíkó. Svo er ég búin að fara í einn spilatíma sem var mjög fínn. Annars er bara sól og sumar hérna fyrir utan einstaka þrumuveður;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband